Útgöngubanni lýst yfir í Beirút 25. janúar 2007 18:30 Kveikt var í bílum óeirðunum í Beirút í dag. MYND/AP Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið. Erlent Fréttir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Parísarráðstefnuna sóttu ráðamenn fjörutíu ríkja sem leggja líbönskum stjórnvöldum fé til endurreisnar samfélagsins. Það var í rústum eftir borgarastyrjöldina á árunum 1975-1990 og þegar uppbygging þess var komin nokkuð á veg skall á stríð Hizbollah-samtakanna og Ísraela. Innviðir þjóðfélagsins voru sprengdir aftur um nokkra áratugi og heilu þorpin í suðurhluta landsins voru eyðilögð. Af þessum sökum eru skuldir Líbanons rúmlega 2.500 milljarðar króna, sem jafngildir tæplega tveggja ára þjóðarframleiðslu landsins. Á ráðstefnunni í dag lofuðu þátttökuríkin að leggja líbönsku stjórninni til liðlega fimm hundruð milljarða króna í formi lána og styrkja. Vonast er til að þar með dragi úr ólgunni í Líbanon en undanfarin misseri hafa Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sótt mjög að ríkisstjórn Fuad Saniora. Ákvarðanir Parísarfundarins virðast enn sem komið er hafa lítið að segja því í Beirút í dag kom enn eina ferðina til harkalegra átaka á milli stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar. Til skotbardaga kom við einn af háskólum borgarinnar og er talið að fjórir hafi beðið bana og 35 hafi særst. Ekki er vitað hverjir skutu á námsmennina en al-Manar-sjónvarpsstöðin, sem rekin er af Hizbollah-samtökunum, segir að vígamennirnir séu á mála hjá Saad Hariri, oddvita stjórnarflokkanna á líbanska þinginu. Kveikt var í bílum í óeirðunum og skemmdir unnar á verslunum og varð að kalla út herlið þar sem lögregla fékk ekki neitt við ráðið. Nú síðdegis setti líbanski herinn útgöngubann í Beirút og verður það í gildi að minnsta kosti þangað til í fyrramálið.
Erlent Fréttir Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent