Mikil hækkun á fiskverði milli ára 24. janúar 2007 23:30 Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. Kannað var verð á 29 tegundum fiskmetis í fiskbúðum og fiskborðum stórmarkaða og reyndist verslun Fiskisögu við Sundlaugaveg oftast með hæsta verðið, eða í 15 tilvikum. Lægsta verðið var oftast að finna í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, eða í 8 tilvikum. Mikil verðmunur var á milli verslana á öllum þeim tegundum sem skoðaðar voru. Munur á hæsta og lægsta verði var í flestum tilvikum yfir 40% og á mörgum tegundum reyndist mun meiri verðmunur. Mestur verðmunur í könnuninni var á útvötnuðum saltfiski sem var dýrastur kr. 1.590 í verslunum Fiskisögu en ódýrastur kr. 838 í Fjarðarkaupum sem er kr. 752 verðmunur eða 90%. Meðalverð á kílói af roðflettum beinlausum ýsuflökum sem eru vinsæl á borðum landsmanna kostaði kr. 1.023 fyrir ári en kostaði nú kr. 1.202 sem er 18 % hækkun á milli ára. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Nóatúni Hringbraut 119, Melabúðinni Hagamel 39, Fiskisögu Nesvegi 100, Fiskbúðinni Freyjugötu 1, Fiskisögu Skipholti 70, Fiskisögu Sundlaugavegi 12, Fiskisögu Háaleitisbraut 58-60, Hagkaupum Skeifunni, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi 44, Fiskbúðinni Arnarbakka 4-6, Fiskisögu Höfðabakka, Fiskbúðinni Hófgerði 30, Fiskbúðinni Okkar Smiðjuvegi 8, Fiskbúðinni Lækjargötu 34b Hf, Fiskbúðinni Trönuhrauni 9 Hf, Samkaupum-Úrval Miðvangi 41 Hf, og Fjarðarkaupum Hólshrauni 1B Hf. Gallerý fiskur við Nethyl heimilaði ekki aðilum frá verðlagseftirlitinu að taka niður verð í verslun sinni. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu ASÍ Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára. Kannað var verð á 29 tegundum fiskmetis í fiskbúðum og fiskborðum stórmarkaða og reyndist verslun Fiskisögu við Sundlaugaveg oftast með hæsta verðið, eða í 15 tilvikum. Lægsta verðið var oftast að finna í fiskborði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði, eða í 8 tilvikum. Mikil verðmunur var á milli verslana á öllum þeim tegundum sem skoðaðar voru. Munur á hæsta og lægsta verði var í flestum tilvikum yfir 40% og á mörgum tegundum reyndist mun meiri verðmunur. Mestur verðmunur í könnuninni var á útvötnuðum saltfiski sem var dýrastur kr. 1.590 í verslunum Fiskisögu en ódýrastur kr. 838 í Fjarðarkaupum sem er kr. 752 verðmunur eða 90%. Meðalverð á kílói af roðflettum beinlausum ýsuflökum sem eru vinsæl á borðum landsmanna kostaði kr. 1.023 fyrir ári en kostaði nú kr. 1.202 sem er 18 % hækkun á milli ára. Könnunin var gerð í eftirtöldum verslunum: Nóatúni Hringbraut 119, Melabúðinni Hagamel 39, Fiskisögu Nesvegi 100, Fiskbúðinni Freyjugötu 1, Fiskisögu Skipholti 70, Fiskisögu Sundlaugavegi 12, Fiskisögu Háaleitisbraut 58-60, Hagkaupum Skeifunni, Fiskbúðinni Hafberg Gnoðavogi 44, Fiskbúðinni Arnarbakka 4-6, Fiskisögu Höfðabakka, Fiskbúðinni Hófgerði 30, Fiskbúðinni Okkar Smiðjuvegi 8, Fiskbúðinni Lækjargötu 34b Hf, Fiskbúðinni Trönuhrauni 9 Hf, Samkaupum-Úrval Miðvangi 41 Hf, og Fjarðarkaupum Hólshrauni 1B Hf. Gallerý fiskur við Nethyl heimilaði ekki aðilum frá verðlagseftirlitinu að taka niður verð í verslun sinni. Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu ASÍ
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira