Launaseðlar í tveimur myntum spennandi kostur 22. janúar 2007 18:30 Ólafur Darri segir menn hafa rætt það á vettvangi ASÍ að taka upp í kjarasamningum heimild um að fólk fái hluta launa í erlendum gjaldmiðli. Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu.Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær borgar fólk sem tekur erlent húsnæðislán til 40 ára upp á 20 milljónir króna allt að 25 milljónum minna en sá sem tekur verðtryggt íslenskt krónulán. Langflestir taka þó verðtryggð krónulán. Gengisáhættan er nefnilega gríðarleg, segir Ólafur Darri Andrason hagfræðingur hjá ASÍ og rekur dæmi. Krónan hefur fallið um 25% síðan í desember 2005. Það þýðir að sá sem hefði tekið 20 milljón króna lán í erlendri mynt á þeim tímapunkti - sæti nú uppi með 25% hærra lán. Og slíkum skammtímasveiflum eiga einstaklingar erfitt með að standa undir þótt heildargreiðslan sé langtum lægri. "Einstaklingur sem er búinn að skuldsetja sig mjög mikið er kannski ekki í stakk búinn til að mæta miklum sveiflum, þannig að afborganir hækki um tugi prósenta á örfáum mánuðum."Málið snýr öðruvísi við þeim sem geta tekið hluta af launum sínum í erlendri mynt. Fyrir þá einstaklingar er mjög einfalt, segir Ólafur Darri, að taka erlend húsnæðislán ef launin í erlendu myntinni duga fyrir afborgunum. "Þá eru þeir búnir að lágmarka gengisáhættuna."Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að ASÍ taki það upp í kjarasamningum að launamenn fái hluta af launum sínum í erlendri mynt, segir Ólafur Darri: "Ég held það hljóti að vera spennandi kostur að skoða það." Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands skoðar þann möguleika að taka upp í kjarasamningum heimild til að launþegar fái hluta launa sinna í erlendum gjaldmiðli. Með því móti gætu launamenn nýtt sér langtum hagstæðari húsnæðislán í útlendri mynt og lágmarkað gengisáhættu.Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær borgar fólk sem tekur erlent húsnæðislán til 40 ára upp á 20 milljónir króna allt að 25 milljónum minna en sá sem tekur verðtryggt íslenskt krónulán. Langflestir taka þó verðtryggð krónulán. Gengisáhættan er nefnilega gríðarleg, segir Ólafur Darri Andrason hagfræðingur hjá ASÍ og rekur dæmi. Krónan hefur fallið um 25% síðan í desember 2005. Það þýðir að sá sem hefði tekið 20 milljón króna lán í erlendri mynt á þeim tímapunkti - sæti nú uppi með 25% hærra lán. Og slíkum skammtímasveiflum eiga einstaklingar erfitt með að standa undir þótt heildargreiðslan sé langtum lægri. "Einstaklingur sem er búinn að skuldsetja sig mjög mikið er kannski ekki í stakk búinn til að mæta miklum sveiflum, þannig að afborganir hækki um tugi prósenta á örfáum mánuðum."Málið snýr öðruvísi við þeim sem geta tekið hluta af launum sínum í erlendri mynt. Fyrir þá einstaklingar er mjög einfalt, segir Ólafur Darri, að taka erlend húsnæðislán ef launin í erlendu myntinni duga fyrir afborgunum. "Þá eru þeir búnir að lágmarka gengisáhættuna."Aðspurður hvort hann sjái fyrir sér að ASÍ taki það upp í kjarasamningum að launamenn fái hluta af launum sínum í erlendri mynt, segir Ólafur Darri: "Ég held það hljóti að vera spennandi kostur að skoða það."
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira