Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás 22. janúar 2007 18:30 Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira