Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu náðu methæðum við lokun markaða í dag. Mikillar bjartsýni gætir í Kína fyrir áramótin, sem er fagnað um miðjan febrúar þar í landi.
Hlutabréfavísitalan hækkaði um 3,6 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ og lokaði í 2.933,19 stigum en Shenzhen-hlutabréfavísitalan hækkaði um 4,2 prósent og lokaði í 700,20 stigum, sem er met.
Gengi hlutabréfa hækkaði mest eða um 10 prósent í kínverska strætisvagnafélaginu Beijing Bashi og járnbrautafélaginu Daqin Railway.
Þá lokaði Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan í 17.424,18 stigum í kauphöllinni í Tókýó í dag og hefur gengið ekki verið hærra í níu mánuði.
Asískar hlutabréfavísitölur í methæðum

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent


Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur
