
Sport
Loeb byrjar vel

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb byrjaði mjög vel í fyrstu keppni ársins á heimsmeistaramótinu í rallakstri, en það er hinn sögufrægi Monte Carlo kappakstur. Loeb, sem ekur á nýjum Citroen C4, hefur 24 sekúndna forskot á félaga sinn hjá Citroen, Dani Sordo, eftir fyrstu tvær sérleiðirnar.