Síðasti dagur vetrarþings Taívans leystist upp í slagsmál eftir að stjórnarþingmaður henti skónum sínum í ræðumann. Þingmenn fóru þá að hrinda, ýta og slá frá sér. Í byrjun réðist hópur stjórnarþingmanna að ræðumanni til þess að koma í veg fyrir kosningu um mannabreytingar í raforkunefnd þingsins. Stjórnarandstöðuþingmenn hlupu þá allir sem einn að verja sinn mann og von bráðar var skónum kastað.
Fyrr um daginn hafði annar stjórnarþingmaður gripið í hnakkadrambið á stjórnarandstöðuþingmanni og reynt að lemja honum í skrifborð sitt. Algengt er að þingmenn í Taívan leysi mál sín með átökum.
Skótauinu er kastað
