Auðvelt að dylja slóð sína á netinu 18. janúar 2007 18:25 Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar. Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Kunnáttufólk á tölvur getur auðveldlega komið efni, eins og persónulegum myndum og myndböndum á internetið án þess að upp um það komist. Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur ólíklegt að lagaumhverfinu verði breytt til að hindra að persónulegt efni fari á Netið án samþykkis fólks.Myndir og myndband tengt Byrgismálinu hefur farið um Netið eins og eldur í sinu í gær og í dag. Sjá má færslur inni á barnaland.is þar sem mikið er rætt um myndbandið, fólk er að biðja um slóð að myndbandinu og aðrir beina þeim leiðina. Sömu lög gilda á netinu og í samfélaginu og ærumeiðingar eru ólöglegar en erfiðara getur verið að ná þeim sem brjóta af sér á Netinu því hægt er að fela slóð sína. Og fyrir þá sem hafa tölvuþekkingu er það tiltölulega auðvelt.Til þess að ekki sé hægt að finna sendandann þarf að passa að IP-tala tölvunnar finnist ekki og eins og Erlendur segir þarf yfirleitt góða kunnáttu til að fela slóðina. Til að fela IP töluna er hægt að fara á netkaffihús, versluarmiðstöðvar og við heimahús með ólæstu þráðlausu neti. Þar er ekki skráð hver fær hvaða IP tölu og því ekki hægt að finna sendandann. Erlendur segir þá staði sem bjóða upp á þráðlaust net geta komið í veg fyrir þetta með því að úthluta tölunum.Internetið er hann með það fyrir augum að hægt sé að hylja slóð sína. Þó eru oft sett upp ákveðnar síur til að reyna að koma böndum á netumferð en á sama tíma eru aðrir að þróa forrit og þjónustur sem auðvelda tölvunotendum að dyljast.Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, telur hæpið að breyta þurfi lagaumhverfinu svo hægt verði að ná þeim sem stunda ólöglega iðju á netinu eins og að dreifa klámi og brjóta gegn friðhelgi einkalífsins.Um leið og farið er að fylgjast með netumferð fólks, til að vernda einkalíf þeirra sem gætu orðið fyrir ærumeiðingum þar, er farið að brjóta gegn friðhelgi þeirra sem ferðast um Netið. Ef birtar eru persónulegar myndir af fólki á netsíðu sem það kærir sig ekki um er nærtækast að hafa samband við þann sem heldur uppi síðunni og biðja um að þær verði fjarlægar. Sé ekki orðið við því er hægt að leita til Persónunefndar. Í alvarlegri tilfellum er svo hægt að leita til lögreglu sem hefur mun víðtækari rannsóknarheimildir.Hægt er að koma í veg fyrir að persónuleg gögn á tölvum þeirra komist í hendur annarra með því að dulkóða myndirnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira