Mótorhjólaverslunin Nítró sem hefur lengi verið þekkt fyrir að vera frumkvöðull í stelpumálum tengdum sportinu hefur ákveðið að halda námskeið í viðhaldi torfæruhjóla fyrir stelpur á öllum aldri. Á námskeiðinu verður kennt allt það helsta um viðhald á torfæruhjólum, s.s. loftsíuskipti, olíuskipti, kertaskipti o.mfl.
Námskeiðið verður haldið í versluninni Nítró á Bíldshöfða 9, þriðjudaginn 30 janúar nk. kl. 20:00. Það kostar ekkert að mæta á námskeiðið. Frekari upplýsingar veitir Nitro í síma 557-4848.