Ísland og Evrópusambandið hafa gert samkomulag sem felur í sér almenna tollalækkun á kjöti og kjötafurðum um fjörtíu prósent. Samkomulagið felur einnig í sér gagnkvæma tollfrjálsa kvóta í viðskiptum með nokkuð magn af landbúnaðarvörum.
Í Stiklum, vefriti viðskiptastofu, kemur jafnframt fram að gagnkvæmir tollkvótar án allra aðflutningsgjalda verða rýmkaðir. Þannig verður hægt að flytja inn níu hundruð tonn af landbúnaðarvörum til landsins án tolla og aðflutningsgjalda.