Saviola fór á kostum

Argentínumaðurinn smái, Javier Saviola, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann skoraði öll þrjú mörk Barcelona í 3-2 sigri liðsins á Alaves í síðari leik liðanna í spænska bikarnum. Barcelona er því komið áfram í keppninni, en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Börsunga í kvöld.