Steingeld byggð á Slippsvæðinu 12. janúar 2007 18:39 Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta." Fréttir Innlent Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta."
Fréttir Innlent Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira