Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun 10. janúar 2007 10:04 Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Á meðal ástæðanna fyrir samdrættinum er gott veðurfar í Bretlandi og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi síðasta sumar sem hafði áhrif á afkomu verslana í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir fyrirtækið engu að síður líta björtum augum til framtíðar. BBC segir ennfremur að orðrómur hafi verið uppi um að Baugur hafi hug á að auka við hlut sinn í verslanakeðjunni og vitnar til þess að fyrirtækið eigi fjölda verslanakeðja í Bretlandi, svo sem House of Fraser, Hamleys og Karen Millen. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, sem FL Group og Kevin Stanford standa að, með tæpan 30 prósenta hlut. Breska blaðið Guardian hefur eftir greinendum að búist sé við 2 prósenta samdrætti í sölu hjá Moss Bros á seinni helmingi síðasta árs en gera megi ráð fyrir allt að 10 prósenta samdrætti í sölu á einstökum vöruflokkum á borð við frakka. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Á meðal ástæðanna fyrir samdrættinum er gott veðurfar í Bretlandi og heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í Þýskalandi síðasta sumar sem hafði áhrif á afkomu verslana í Bretlandi. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir fyrirtækið engu að síður líta björtum augum til framtíðar. BBC segir ennfremur að orðrómur hafi verið uppi um að Baugur hafi hug á að auka við hlut sinn í verslanakeðjunni og vitnar til þess að fyrirtækið eigi fjölda verslanakeðja í Bretlandi, svo sem House of Fraser, Hamleys og Karen Millen. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, sem FL Group og Kevin Stanford standa að, með tæpan 30 prósenta hlut. Breska blaðið Guardian hefur eftir greinendum að búist sé við 2 prósenta samdrætti í sölu hjá Moss Bros á seinni helmingi síðasta árs en gera megi ráð fyrir allt að 10 prósenta samdrætti í sölu á einstökum vöruflokkum á borð við frakka.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira