
Fótbolti
Wilhelmson á leið til Roma

Sænski miðjumaðurinn Christian Wilhelmsson er nú við það að ganga í raðir Roma á Ítalíu, en hann hefur leikið með Nantes í Frakklandi um nokkurt skeið. Wilhelmsson er sænskur landsliðsmaður og segja forráðamenn Roma að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum og læknisskoðun svo af kaupunum geti orðið.