Nasdaq þrýstir á hluthafa LSE 8. janúar 2007 09:10 Breska kauphöllin í Lundúnum. Mynd/AFP Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna aukinnar samkeppni, ekki síst vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu sem fengið hefur heitið Project Turquoise. Nasdaq hefur leitast nokkrum sinnum við að renna saman við bresku kauphöllina. Tilraunirnar hafa fram til þess verið árangurslausar þar eða stjórn LSE hefur vísað öllum tilboðum á bug með tilvísan í framtíðarhorfur markaðarins. Nasdaq fer nú þegar með tæpan 30 prósenta hlut í LSE. Breska dagblaðið Telegraph vitnar í dag til tilkynningar sem stjórn Nasdaq sendi hluthöfum LSE fyrir skömmu en þar segir að þar sem sjö fjárfestingabankar hafi ákveðið að stofna nýjan hlutabréfamarkað í Evrópu geti svo farið að komið verði í veg fyrir framtíðarvöxt LSE. Gæti svo farið að markaðurinn breski þurft að neyðast til að lækka gjöld sín vegna þessa. Telegraph segir sömuleiðis líkur á að hluthafar ætli að halda að sér höndum og sjá til hvort Nasdaq hækkar yfirtökutilboð sitt. Hins vegar kemur fram að svo kann ekki að vera. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna aukinnar samkeppni, ekki síst vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu sem fengið hefur heitið Project Turquoise. Nasdaq hefur leitast nokkrum sinnum við að renna saman við bresku kauphöllina. Tilraunirnar hafa fram til þess verið árangurslausar þar eða stjórn LSE hefur vísað öllum tilboðum á bug með tilvísan í framtíðarhorfur markaðarins. Nasdaq fer nú þegar með tæpan 30 prósenta hlut í LSE. Breska dagblaðið Telegraph vitnar í dag til tilkynningar sem stjórn Nasdaq sendi hluthöfum LSE fyrir skömmu en þar segir að þar sem sjö fjárfestingabankar hafi ákveðið að stofna nýjan hlutabréfamarkað í Evrópu geti svo farið að komið verði í veg fyrir framtíðarvöxt LSE. Gæti svo farið að markaðurinn breski þurft að neyðast til að lækka gjöld sín vegna þessa. Telegraph segir sömuleiðis líkur á að hluthafar ætli að halda að sér höndum og sjá til hvort Nasdaq hækkar yfirtökutilboð sitt. Hins vegar kemur fram að svo kann ekki að vera. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira