Nasdaq þrýstir á hluthafa LSE 8. janúar 2007 09:10 Breska kauphöllin í Lundúnum. Mynd/AFP Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna aukinnar samkeppni, ekki síst vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu sem fengið hefur heitið Project Turquoise. Nasdaq hefur leitast nokkrum sinnum við að renna saman við bresku kauphöllina. Tilraunirnar hafa fram til þess verið árangurslausar þar eða stjórn LSE hefur vísað öllum tilboðum á bug með tilvísan í framtíðarhorfur markaðarins. Nasdaq fer nú þegar með tæpan 30 prósenta hlut í LSE. Breska dagblaðið Telegraph vitnar í dag til tilkynningar sem stjórn Nasdaq sendi hluthöfum LSE fyrir skömmu en þar segir að þar sem sjö fjárfestingabankar hafi ákveðið að stofna nýjan hlutabréfamarkað í Evrópu geti svo farið að komið verði í veg fyrir framtíðarvöxt LSE. Gæti svo farið að markaðurinn breski þurft að neyðast til að lækka gjöld sín vegna þessa. Telegraph segir sömuleiðis líkur á að hluthafar ætli að halda að sér höndum og sjá til hvort Nasdaq hækkar yfirtökutilboð sitt. Hins vegar kemur fram að svo kann ekki að vera. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hefur þrýst á hluthafa í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) að þeir láti þvermóðsku stjórnar LSE ekki trufla sig og taki tilboði Nasdaq í markaðinn. Nasdaq telur LSE geta neyðst til að lækka gjöld sín vegna aukinnar samkeppni, ekki síst vegna stofnunar nýs hlutabréfamarkaðar í Evrópu sem fengið hefur heitið Project Turquoise. Nasdaq hefur leitast nokkrum sinnum við að renna saman við bresku kauphöllina. Tilraunirnar hafa fram til þess verið árangurslausar þar eða stjórn LSE hefur vísað öllum tilboðum á bug með tilvísan í framtíðarhorfur markaðarins. Nasdaq fer nú þegar með tæpan 30 prósenta hlut í LSE. Breska dagblaðið Telegraph vitnar í dag til tilkynningar sem stjórn Nasdaq sendi hluthöfum LSE fyrir skömmu en þar segir að þar sem sjö fjárfestingabankar hafi ákveðið að stofna nýjan hlutabréfamarkað í Evrópu geti svo farið að komið verði í veg fyrir framtíðarvöxt LSE. Gæti svo farið að markaðurinn breski þurft að neyðast til að lækka gjöld sín vegna þessa. Telegraph segir sömuleiðis líkur á að hluthafar ætli að halda að sér höndum og sjá til hvort Nasdaq hækkar yfirtökutilboð sitt. Hins vegar kemur fram að svo kann ekki að vera. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða tæpa 370 milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira