Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa 6. janúar 2007 18:30 Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður. Fréttir Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira