Baráttan harðnar um Hutchison Essar 4. janúar 2007 13:47 Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hin auðuga indverska Hinduja-fjölskyldan, sem á samnefnt félag, hefur bæst í hóp þeirra sem vilja kaupa ráðandi hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélag Indlands. Ljóst er að kapphlaup er hafið um 67 prósenta hlut kínverska félagsins Hutchison Whampoa í farsímafélaginu eftir að það lýsti yfir áhuga á sölu. Hutchison Whampoa er í eigu kínverska auðkýfingsins Li Ka-Shing, eins ríkasta manns Asíu. The Hinduja Group, sem fram til þessa hefur fjárfest í fjármálastarfsemi, fyrirtækjum í heilbrigðisgeiranum og í iðnaði, átti 5 prósenta hlut í Hutchison Essar en seldi hann á síðasta ári. Minnihlutaeigandi farsímafélagsins, Essar Group, sem fer með 33 prósent í félaginu, greindi frá því í byrjun vikunnar að hann hefði í hyggju að kaupa hlut Hutchison Whampoa og ná meirihluta í félaginu. Essar Group er í oddastöðu í skjóli eignahlutar síns og hefur forkaupsrétt að hlutnum. Vodafone lýsti fyrst farsímafélaga yfir áhuga á hlut Hutchison Whampoa undir lok síðasta árs en fleiri farsímafyrirtæki bættust fljótlega í slaginn, þar á meðal fjarskiptafélagið Reliance, eitt af stærstu fyrirtækjum Indlands. Greinindur telja að markaðsvirði hlutarins liggja á um 20 milljörðum bandaríkjadala eða allt að 1.400 milljörðum íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira