Úrbótavilji í verki Steinunn Stefánsdóttir skrifar 14. desember 2007 06:00 Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar. Menntakerfið er grundvöllur framtíðar þjóðarinnar, grundvöllur velferðar og þróunar. Því sætir í raun nokkurri furðu hversu sjaldan er rætt um skóla- og menntamál, til dæmis á hinu háa Alþingi. Umræða um niðurstöður alþjóðlegra samanburðarrannsókna hafa oft á sér nokkuð upphlaupskennt yfirbragð. Viðhöfð eru stór orð og íslenskir skólar gagnrýndir harðlega, líka þegar betur gengur en raunin varð nú. Vissulega er full ástæða til að gefa því gaum að íslensk ungmenni lesi sér til síðri skilnings en þau hafa áður gert og sýni minni færni í stærðfræði. Íslenskt skólafólk hlýtur að leitast við að greina ástæður þessa og vinna að úrbótum. Varast verður þó að draga of víðtækar ályktanir af könnun sem þessari og ekki síst að kveða upp áfellisdóma. Könnun eins og Pisa-könnunin mælir ekki nema brot af því starfi sem fram fer í þeim skólum sem hún nær til þannig að forðast verður alhæfingar. Bent hefur verið á að óvíða sé jafnmiklu fjármagni varið í menntakerfið og hér á Íslandi. Minna hefur farið fyrir greiningu á því í hvað þessu fé er varið. Í þessu sambandi verður að benda á óhjákvæmilega mikinn byggingarkostnað sem hlotist hefur af einsetningu skóla, sem átti sér stað á Íslandi áratugum síðar en í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess fjölgar okkur hér hraðar en annars staðar og byggðin þéttist á suðvesturhorninu á sama tíma og fólki fækkar víða annars staðar á landinu. Þetta hefur kostað mikla uppbyggingu á húsakosti á sama tíma og skólum er lokað á landsbyggðinni og byggingar sem áður hýstu börn í námi standa auðar eða eru nýttar til annarra hluta. Auk þess má benda á að rekstrarkostnaður er til muna hærri í fámennum skólum í dreifðari byggðum landsins en í fjölmennari skólum. Laun kennara á Íslandi eru hins vegar lægri hér á landi en í nær öllum þeim löndum sem við miðum okkur við. Kennarastéttin er auk þess löskuð af því að hafa í áraraðir stöðugt dregist aftur úr í launum. Þetta hlýtur að hafa bein áhrif á nám barnanna í skólunum. Yfirvöld skólamála hafa boðað lengingu kennaranáms og breytingar á launakjörum kennara. Binda verður vonir við að kennarastéttin fái nú raunverulegar kjarabætur. Að öðrum kosti er full ástæða til að vera uggandi um framtíð íslenska skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar. Menntakerfið er grundvöllur framtíðar þjóðarinnar, grundvöllur velferðar og þróunar. Því sætir í raun nokkurri furðu hversu sjaldan er rætt um skóla- og menntamál, til dæmis á hinu háa Alþingi. Umræða um niðurstöður alþjóðlegra samanburðarrannsókna hafa oft á sér nokkuð upphlaupskennt yfirbragð. Viðhöfð eru stór orð og íslenskir skólar gagnrýndir harðlega, líka þegar betur gengur en raunin varð nú. Vissulega er full ástæða til að gefa því gaum að íslensk ungmenni lesi sér til síðri skilnings en þau hafa áður gert og sýni minni færni í stærðfræði. Íslenskt skólafólk hlýtur að leitast við að greina ástæður þessa og vinna að úrbótum. Varast verður þó að draga of víðtækar ályktanir af könnun sem þessari og ekki síst að kveða upp áfellisdóma. Könnun eins og Pisa-könnunin mælir ekki nema brot af því starfi sem fram fer í þeim skólum sem hún nær til þannig að forðast verður alhæfingar. Bent hefur verið á að óvíða sé jafnmiklu fjármagni varið í menntakerfið og hér á Íslandi. Minna hefur farið fyrir greiningu á því í hvað þessu fé er varið. Í þessu sambandi verður að benda á óhjákvæmilega mikinn byggingarkostnað sem hlotist hefur af einsetningu skóla, sem átti sér stað á Íslandi áratugum síðar en í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess fjölgar okkur hér hraðar en annars staðar og byggðin þéttist á suðvesturhorninu á sama tíma og fólki fækkar víða annars staðar á landinu. Þetta hefur kostað mikla uppbyggingu á húsakosti á sama tíma og skólum er lokað á landsbyggðinni og byggingar sem áður hýstu börn í námi standa auðar eða eru nýttar til annarra hluta. Auk þess má benda á að rekstrarkostnaður er til muna hærri í fámennum skólum í dreifðari byggðum landsins en í fjölmennari skólum. Laun kennara á Íslandi eru hins vegar lægri hér á landi en í nær öllum þeim löndum sem við miðum okkur við. Kennarastéttin er auk þess löskuð af því að hafa í áraraðir stöðugt dregist aftur úr í launum. Þetta hlýtur að hafa bein áhrif á nám barnanna í skólunum. Yfirvöld skólamála hafa boðað lengingu kennaranáms og breytingar á launakjörum kennara. Binda verður vonir við að kennarastéttin fái nú raunverulegar kjarabætur. Að öðrum kosti er full ástæða til að vera uggandi um framtíð íslenska skólakerfisins.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun