Gríðarlegur kostnaður af innleiðingu nýrra reglna 14. nóvember 2007 00:01 Eysteinn Jónsson, tveggja og hálfs árs, fékk sendan upplýsingapakka frá einum bankanna. Hann tók þegar til við að fylla út MiFID-eyðublöðin þegar þau bárust inn um lúguna. Markaðurinn/GVA Talið er að innan ESB hlaupi heildarkostnaðurinn á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er talinn með kostnaður allra aðila sem koma að málinu, það er að segja Evrópusambandsins, ríkisstjórna, þjóðþinga, kauphalla, fjármálaeftirlits og fleira,“ segir Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, um kostnað við innleiðingu á nýjum lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta eru svonefndar MiFID-reglur sem byggjast á tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) frá 2004 (Markets in Financial Instrument Directive). „Mjög erfitt er að greina kostnaðinn nákvæmlega á íslensk fjármálafyrirtæki en ljóst er að hann er mjög mikill,“ segir Kristinn Arnar. Aðrir sem Markaðurinn hefur rætt við telja að kostnaðurinn sem fellur til hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna. Hins vegar starfi stærstu fjármálafyrirtækin víða í Evrópu og erfitt sé að meta hversu mikill hluti kostnaðarins falli til hér á landi. Fyrirtækin þurfa meðal annars að þjálfa starfsfólk, breyta verkferlum, kaupa lögfræðiráðgjöf, uppfæra tölvukerfi, auk þess að upplýsa alla viðskiptavini sína um breytingarnar.Tugþúsundir eyðublaða í póstFyrirtækin hafa undanfarið sent viðskiptavinum sínum upplýsingar um nýja regluverkið. Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, segir að um 60 þúsund einstaklingar eigi hlutabréf í skráðum félögum. Almennir fjárfestar, sem í flestum tilvikum eru einstaklingar með takmarkaða hlutabréfaeign, verða samkvæmt nýju lögunum að samþykkja sérstaklega að fjármálastofnun haldi áfram að ráðleggja þeim um verðbréfaviðskipti. Mesta breytingin frá EES„Þetta eru sjálfsagt mestu strúktúrbreytingar á fjármálaumhverfinu frá því að Íslendingar gengu í EES,“ segir Ragnar Þ. Jónasson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers. Hann segir ýmis tækifæri felast í nýjum reglum, ekki síst í því ljósi að nú gildi samræmdar reglur í allri Evrópu.Í nýju MiFID-reglunum felst meðal annars að fjárfestingaráðgjafar þurfa nú starfsleyfi sem ekki þurfti áður. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa um tuttugu fyrirtæki sinnt slíkri ráðgjöf. Fimmtán þeirra hafi þegar sótt um starfsleyfi og eru þau afgreidd með hraði til að koma í veg fyrir tafir í rekstri fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá FME. Haft hafi verið samband við önnur fyrirtæki til að reka á eftir og fræðast um hvort þau hyggist áfram ráðleggja um fjárfestingar.Seinagangur gagnrýndurÞrjú ár eru síðan framkvæmdastjórn ESB ákvað að samræma regluverkið í verðbréfaviðskiptum, en áður höfðu ólíkar reglur gilt í einstökum löndum. Frumvarp byggt á tilskipun ESB var samþykkt á Alþingi í sumar en lögin tóku gildi um síðustu mánaðamót.Ýmsir sem Markaðurinn ræddi við gagnrýna að reglugerðir sem byggja á frumvarpinu hafi ekki komið fram fyrr en við gildistöku laganna. Undirbúningur fyrirtækjanna hafi staðið mánuðum saman og það hafi verið til óhagræðis fyrir þau að fá ekki endanlega útgáfu þeirra fyrr en um mánaðamót.Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, bendir á að efni reglugerðanna hafi í raun lengi legið fyrir og samráð hafi verið haft um málið við markaðsaðila. Aðeins hafi munað um orðalagsbreytingar í endanlegri útgáfu þeirra. „Þess utan,“ segir Jónína „þurfum við lögum samkvæmt ekki að gefa reglugerðir út fyrr en lög taka gildi.“ -ingimar@markadurinn.is Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Talið er að innan ESB hlaupi heildarkostnaðurinn á tugum ef ekki hundruðum milljarða króna. Þá er talinn með kostnaður allra aðila sem koma að málinu, það er að segja Evrópusambandsins, ríkisstjórna, þjóðþinga, kauphalla, fjármálaeftirlits og fleira,“ segir Kristinn Arnar Stefánsson, regluvörður hjá Glitni, um kostnað við innleiðingu á nýjum lögum um verðbréfaviðskipti. Þetta eru svonefndar MiFID-reglur sem byggjast á tilskipun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) frá 2004 (Markets in Financial Instrument Directive). „Mjög erfitt er að greina kostnaðinn nákvæmlega á íslensk fjármálafyrirtæki en ljóst er að hann er mjög mikill,“ segir Kristinn Arnar. Aðrir sem Markaðurinn hefur rætt við telja að kostnaðurinn sem fellur til hér á landi hlaupi á hundruðum milljóna króna. Hins vegar starfi stærstu fjármálafyrirtækin víða í Evrópu og erfitt sé að meta hversu mikill hluti kostnaðarins falli til hér á landi. Fyrirtækin þurfa meðal annars að þjálfa starfsfólk, breyta verkferlum, kaupa lögfræðiráðgjöf, uppfæra tölvukerfi, auk þess að upplýsa alla viðskiptavini sína um breytingarnar.Tugþúsundir eyðublaða í póstFyrirtækin hafa undanfarið sent viðskiptavinum sínum upplýsingar um nýja regluverkið. Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands, segir að um 60 þúsund einstaklingar eigi hlutabréf í skráðum félögum. Almennir fjárfestar, sem í flestum tilvikum eru einstaklingar með takmarkaða hlutabréfaeign, verða samkvæmt nýju lögunum að samþykkja sérstaklega að fjármálastofnun haldi áfram að ráðleggja þeim um verðbréfaviðskipti. Mesta breytingin frá EES„Þetta eru sjálfsagt mestu strúktúrbreytingar á fjármálaumhverfinu frá því að Íslendingar gengu í EES,“ segir Ragnar Þ. Jónasson, ráðgjafi hjá PricewaterhouseCoopers. Hann segir ýmis tækifæri felast í nýjum reglum, ekki síst í því ljósi að nú gildi samræmdar reglur í allri Evrópu.Í nýju MiFID-reglunum felst meðal annars að fjárfestingaráðgjafar þurfa nú starfsleyfi sem ekki þurfti áður. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa um tuttugu fyrirtæki sinnt slíkri ráðgjöf. Fimmtán þeirra hafi þegar sótt um starfsleyfi og eru þau afgreidd með hraði til að koma í veg fyrir tafir í rekstri fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá FME. Haft hafi verið samband við önnur fyrirtæki til að reka á eftir og fræðast um hvort þau hyggist áfram ráðleggja um fjárfestingar.Seinagangur gagnrýndurÞrjú ár eru síðan framkvæmdastjórn ESB ákvað að samræma regluverkið í verðbréfaviðskiptum, en áður höfðu ólíkar reglur gilt í einstökum löndum. Frumvarp byggt á tilskipun ESB var samþykkt á Alþingi í sumar en lögin tóku gildi um síðustu mánaðamót.Ýmsir sem Markaðurinn ræddi við gagnrýna að reglugerðir sem byggja á frumvarpinu hafi ekki komið fram fyrr en við gildistöku laganna. Undirbúningur fyrirtækjanna hafi staðið mánuðum saman og það hafi verið til óhagræðis fyrir þau að fá ekki endanlega útgáfu þeirra fyrr en um mánaðamót.Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, bendir á að efni reglugerðanna hafi í raun lengi legið fyrir og samráð hafi verið haft um málið við markaðsaðila. Aðeins hafi munað um orðalagsbreytingar í endanlegri útgáfu þeirra. „Þess utan,“ segir Jónína „þurfum við lögum samkvæmt ekki að gefa reglugerðir út fyrr en lög taka gildi.“ -ingimar@markadurinn.is
Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira