Allur pakkinn 11. október 2007 14:11 Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur flutt tillögu til þingsályktunar um athugun á því sem kallað er markaðsvæðing samfélagsþjónustu. Þetta er allsendis óvitlaus hugmynd ef réttilega er að slíkri rannsókn staðið og til verksins fengnir sjálfstæðir fræðimenn eða rannsóknarstofnanir. Umræða um einkavæðingu einskorðast gjarnan við stór viðfangsefni eins og banka, auðlindir eða heilbrigðisþjónustu. Markaðsvæðing felst þó ekki bara í sölu á stóreignum. Hún tekur líka til tekjuöflunar þar sem einkafyrirtæki hafa verið kölluð til að kosta margvíslega opinbera þjónustu. Fjölmörg opinber viðfangsefni hafa sannarlega blómstrað með þess háttar markaðsvæðingu. Þessi óbeini en ótvírætt jákvæði þáttur markaðsvæðingarinnar má ekki gleymast þó að verkefnin séu ekki öll stór í sniðum. Forseti Íslands hefur til að mynda haft forgöngu um einkakostun opinberra samfélagsverkefna á vegum embættisins með athyglisverðum hætti. Má þar nefna umfangsmikið forvarnarverkefni í baráttunni gegn eiturlyfjum. Menntaverðlaun forsetans eru ekki síður mikilvæg í þessu sambandi með því að þau fela í sér opinbera viðurkenningu á gildi samkeppni fyrir skólastarf. Í báðum tilvikum leggja einkafyrirtæki til nauðsynlega fjármuni. Fjölmargar opinberar stofnanir hafa fetað í þessi fótspor. Þannig kosta fyrirtæki atburði á vegum sendiráða og greiða aðgangseyri almennings að menningarstofnunum, svo dæmi séu nefnd. Landgræðslan hefur hagnýtt áhrifamátt slíkrar markaðsvæðingar. Jafnvel vöktun arnarhreiðra er markaðsvædd. Háskólarannsóknir tengjast markaðnum í vaxandi mæli. Fyrirtækin sjá einfaldlega margvíslegan hag í þátttöku í opinberum verkefnum af þessu tagi. Einhverjir hafa orðið til þess að gagnrýna forseta Íslands fyrir að nota einkaþotur stórfyrirtækja og fjárfesta vegna þátttöku í viðburðum á þeirra vegum. Sú gagnrýni er óyfirveguð. Forseti Íslands er afar sterk lyftistöng fyrir atburði sem stórfyrirtækin og fjárfestarnir skipuleggja hvort heldur er erlendis eða á Bessastöðum til þess að vekja athygli á starfsemi sinni. Þetta þarf ekki að fela í sér einhvers konar fyrirtækjavæðingu forsetaembættisins. Stórfyrirtækin eiga réttilega að borga fyrir þá opinberu þjónustu sem ríkið veitir með þessari árangursríku athafnasemi forsetans. Ekki er óeðlilegt að þau greiði hluta af þeim kostnaði með því að auðvelda ferðalög forsetans í þeirra þágu. Pukur með þetta getur valdið grunsemdum. Þessir hlutir eru hins vegar í góðu lagi ef þeir lúta opnum og gegnsæjum reglum stjórnsýslunnar. Flugferð í þessu samhengi á þannig að bóka sem tekjur hjá ríkissjóði rétt eins og ferðafríðindi eru bókuð sem tekjur á skattskýrslu almennra skattgreiðenda. Þjónusta sendiráða við fyrirtæki er seld. Eðlilegt er að sambærileg þjónusta á hærra plani við stórfyrirtæki sé seld með sama hætti. Ef allir hlutir eru réttilega bókfærðir fer vel á því að æðsta embætti þjóðarinnar vinni eins og verið hefur að framgangi íslenskra atvinnufyrirtækja á erlendum vettvangi. Verði tillaga Vinstri græns samþykkt þarf hún að ná til allra þessara smáu en afar jákvæðu þátta í markaðsvæðingu opinberrar þjónustu. Slík rannsókn má ekki beinast einvörðungu að einhverju sem menn fyrir fram telja neikvætt. Allur pakkinn þarf að vera með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun
Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur flutt tillögu til þingsályktunar um athugun á því sem kallað er markaðsvæðing samfélagsþjónustu. Þetta er allsendis óvitlaus hugmynd ef réttilega er að slíkri rannsókn staðið og til verksins fengnir sjálfstæðir fræðimenn eða rannsóknarstofnanir. Umræða um einkavæðingu einskorðast gjarnan við stór viðfangsefni eins og banka, auðlindir eða heilbrigðisþjónustu. Markaðsvæðing felst þó ekki bara í sölu á stóreignum. Hún tekur líka til tekjuöflunar þar sem einkafyrirtæki hafa verið kölluð til að kosta margvíslega opinbera þjónustu. Fjölmörg opinber viðfangsefni hafa sannarlega blómstrað með þess háttar markaðsvæðingu. Þessi óbeini en ótvírætt jákvæði þáttur markaðsvæðingarinnar má ekki gleymast þó að verkefnin séu ekki öll stór í sniðum. Forseti Íslands hefur til að mynda haft forgöngu um einkakostun opinberra samfélagsverkefna á vegum embættisins með athyglisverðum hætti. Má þar nefna umfangsmikið forvarnarverkefni í baráttunni gegn eiturlyfjum. Menntaverðlaun forsetans eru ekki síður mikilvæg í þessu sambandi með því að þau fela í sér opinbera viðurkenningu á gildi samkeppni fyrir skólastarf. Í báðum tilvikum leggja einkafyrirtæki til nauðsynlega fjármuni. Fjölmargar opinberar stofnanir hafa fetað í þessi fótspor. Þannig kosta fyrirtæki atburði á vegum sendiráða og greiða aðgangseyri almennings að menningarstofnunum, svo dæmi séu nefnd. Landgræðslan hefur hagnýtt áhrifamátt slíkrar markaðsvæðingar. Jafnvel vöktun arnarhreiðra er markaðsvædd. Háskólarannsóknir tengjast markaðnum í vaxandi mæli. Fyrirtækin sjá einfaldlega margvíslegan hag í þátttöku í opinberum verkefnum af þessu tagi. Einhverjir hafa orðið til þess að gagnrýna forseta Íslands fyrir að nota einkaþotur stórfyrirtækja og fjárfesta vegna þátttöku í viðburðum á þeirra vegum. Sú gagnrýni er óyfirveguð. Forseti Íslands er afar sterk lyftistöng fyrir atburði sem stórfyrirtækin og fjárfestarnir skipuleggja hvort heldur er erlendis eða á Bessastöðum til þess að vekja athygli á starfsemi sinni. Þetta þarf ekki að fela í sér einhvers konar fyrirtækjavæðingu forsetaembættisins. Stórfyrirtækin eiga réttilega að borga fyrir þá opinberu þjónustu sem ríkið veitir með þessari árangursríku athafnasemi forsetans. Ekki er óeðlilegt að þau greiði hluta af þeim kostnaði með því að auðvelda ferðalög forsetans í þeirra þágu. Pukur með þetta getur valdið grunsemdum. Þessir hlutir eru hins vegar í góðu lagi ef þeir lúta opnum og gegnsæjum reglum stjórnsýslunnar. Flugferð í þessu samhengi á þannig að bóka sem tekjur hjá ríkissjóði rétt eins og ferðafríðindi eru bókuð sem tekjur á skattskýrslu almennra skattgreiðenda. Þjónusta sendiráða við fyrirtæki er seld. Eðlilegt er að sambærileg þjónusta á hærra plani við stórfyrirtæki sé seld með sama hætti. Ef allir hlutir eru réttilega bókfærðir fer vel á því að æðsta embætti þjóðarinnar vinni eins og verið hefur að framgangi íslenskra atvinnufyrirtækja á erlendum vettvangi. Verði tillaga Vinstri græns samþykkt þarf hún að ná til allra þessara smáu en afar jákvæðu þátta í markaðsvæðingu opinberrar þjónustu. Slík rannsókn má ekki beinast einvörðungu að einhverju sem menn fyrir fram telja neikvætt. Allur pakkinn þarf að vera með.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun