Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde 10. október 2007 07:45 Marel Baldvinsson er ekki ánægður með lífið í Molde. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira