Torfusamtökin þinga 4. október 2007 06:00 Torfusamtökin efna til opins fundar um Laugaveginn í Iðnó á laugardag. Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hundrað og eitt tækifæri er yfirskrift þings sem Torfusamtökin efna til á laugardag í gamla Iðnó. Samtökin hafa starfað af nokkrum krafti undir nýrri forystu eftir að hafa legið í dvala um árabil. Enda er nú tekist á um framtíð byggðar með ströndinni við Reykjavík og margt til umræðu í þeim áætlunum. Á fundinum í Iðnó á laugardag verður rætt um Laugaveginn sérstaklega en eins og lesendur Fréttablaðsins hafa tekið eftir eru miklar áætlanir í uppsiglingu um breytingar á þessari fornu verslunargötu borgarinnar, leiðinni inn að laugunum í Laugardal þar sem formæður borgarinnar gengu með þvott sinn á fyrri tíð. Hvert ætti gildi og hlutverk byggingararfsins að vera í uppbyggingu Laugavegar og Kvosarinnar, spyrja menn og svörin koma úr ýmsum áttum: Meðal frummælanda eru Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona sem hefur látið til sín taka í opinberri umræðu um framtíð Þingholta og Skuggahverfis, Guja Dögg Hauksdóttir, forstöðumaður Byggingarlistardeildar Kjarvalstaða, Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar Studio Granda, en þau áttu sigurtillögu um breytingar á Lækjartorgi nýlega, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hagfræðingur og fréttamaður, sem hefur unnið rannsókn á möguleikum í endurbyggingu á svæðinu. Að loknum ræðum frummælenda verður efnt til opinna umræðna og eru allir velkomnir. Er við hæfi að hafa fundinn í hinu forna félagsheimili iðnaðarmanna sem fyrir mörgum árum var endurbyggt og er nú sönn borgarprýði.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira