Stefán Karl leikur Trölla eftir áramót á Broadway 4. október 2007 09:30 Stefán Karl Stefánsson MYND/Stefan „Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári," upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður Stefán fyrsti íslenski leikarinn sem tekur að sér svo stóra rullu í þessum fræga leikhúsheimi sem Broadway er. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðu work-shop eða vinnubúðum fyrir nokkru með leikstjóranum Jack O'Brian en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum þar vestra og hefur meðal annars fengið þrenn Tony-verðlaun sem eru Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Stefán eyddi þremur vikum með leikstjóranum við að þróa þessa furðuveru rithöfundarins Dr. Seuss og leist framleiðendum verksins svo vel á hugmyndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika persónuna en reiknað er með að sýningin verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway," segir Stefán og hlær. „Þessi O'Brian er slík stjarna í leikhúsheiminum að mér skilst að leikarar myndu gefa aleiguna bara fyrir að hitta hann. Þannig að þetta er náttúrlega fyrst og fremst heiður fyrir mig að vera boðið þetta hlutverk," segir Stefán sem telur að þetta eigi eftir að henta sér vel. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst leikari en ekki einhver fyrirsæta og það hjálpaði mér vissulega að ég hef sviðsreynslu frá Íslandi." En Stefán gleymir ekki Latabæ og þakkar því fyrirtæki ekki síst þessa góðu kynningu á sér í Bandaríkjunum. Hann er til að mynda nýkominn frá Fíladelfíu þar sem Latibær setti á svið mikla sýningu fyrir tæplega tólf þúsund manns í skemmtigarði sjónvarpsþáttarins Sesam Street. „Maður gerði sér þá kannski grein fyrir hversu mikið æði þetta orðið. Þarna mættu krakkar klæddir eins og Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn og öskruðu á okkur eins og að við værum rokkstjörnur," segir Stefán sem jafnframt er kominn með nýjan umboðsmann en hún ku vera gömul í hettunni og hefur verið að í fjörutíu ár. Að sögn Stefáns hafa umbjóðendur hennar verið allt frá Matt Damon og Ben Affleck til sjálfrar Britney Spears áður en sú ágæta söngkona féll í freistni. „Hlutirnir hér gerast ekki á einni nóttu en vissulega hef ég verið að taka stór skref," segir Stefán. „Þetta snýst líka mikið um heppni. Að vera réttur maður á réttum stað og gefast ekki upp. Þetta er helvítis púl en um leið ákaflega skemmtilegt." Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
„Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári," upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður Stefán fyrsti íslenski leikarinn sem tekur að sér svo stóra rullu í þessum fræga leikhúsheimi sem Broadway er. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðu work-shop eða vinnubúðum fyrir nokkru með leikstjóranum Jack O'Brian en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum þar vestra og hefur meðal annars fengið þrenn Tony-verðlaun sem eru Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Stefán eyddi þremur vikum með leikstjóranum við að þróa þessa furðuveru rithöfundarins Dr. Seuss og leist framleiðendum verksins svo vel á hugmyndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika persónuna en reiknað er með að sýningin verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway," segir Stefán og hlær. „Þessi O'Brian er slík stjarna í leikhúsheiminum að mér skilst að leikarar myndu gefa aleiguna bara fyrir að hitta hann. Þannig að þetta er náttúrlega fyrst og fremst heiður fyrir mig að vera boðið þetta hlutverk," segir Stefán sem telur að þetta eigi eftir að henta sér vel. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst leikari en ekki einhver fyrirsæta og það hjálpaði mér vissulega að ég hef sviðsreynslu frá Íslandi." En Stefán gleymir ekki Latabæ og þakkar því fyrirtæki ekki síst þessa góðu kynningu á sér í Bandaríkjunum. Hann er til að mynda nýkominn frá Fíladelfíu þar sem Latibær setti á svið mikla sýningu fyrir tæplega tólf þúsund manns í skemmtigarði sjónvarpsþáttarins Sesam Street. „Maður gerði sér þá kannski grein fyrir hversu mikið æði þetta orðið. Þarna mættu krakkar klæddir eins og Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn og öskruðu á okkur eins og að við værum rokkstjörnur," segir Stefán sem jafnframt er kominn með nýjan umboðsmann en hún ku vera gömul í hettunni og hefur verið að í fjörutíu ár. Að sögn Stefáns hafa umbjóðendur hennar verið allt frá Matt Damon og Ben Affleck til sjálfrar Britney Spears áður en sú ágæta söngkona féll í freistni. „Hlutirnir hér gerast ekki á einni nóttu en vissulega hef ég verið að taka stór skref," segir Stefán. „Þetta snýst líka mikið um heppni. Að vera réttur maður á réttum stað og gefast ekki upp. Þetta er helvítis púl en um leið ákaflega skemmtilegt."
Menning Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira