Heavenly Sword - PS3: Fjórar stjörnur 24. september 2007 00:01 Heavenly Sword - PS3 Heavenly Sword er eitt af fyrstu trompspilum Sony fyrir Playstation3 leikjatölvuna þessa vetrarvertríð sem nú er að byrja og spannar fimm daga í lífi Nariko. Hún er dóttir foringja hins himneska sverðs sem ætt hennar hefur gætt í margar aldir. Sverðið er talið hafa stigið niður af himni og síðan þá hefur verið eftirsótt af öllum sem hafa viljað notað það til að ná völdum. Til að vernda fjölskyldu sína og vini tekur Nariko upp sverðið og notar það gegn hinum illa konungi Bohan, þrátt fyrir að vita að það muni kosta hana lífið. Þó að Nariko sé aðalpersóna leiksins mun spilarinn stundum spila sem Kai fóstursystir Nariko. Kai er yndisleg persóna og mín uppáhalds í leiknum. Kai er með boga og örvar en getur að öðru leyti ekki varið sig. Hennar partar í leiknum eru því frekar öðruvísi og brjóta leikinn upp. Þegar Kai skýtur ör úr boga sínum hefur maður tækifæri á að nota sixaxis-stjórnun leiksins og stjórna hvert örin hennar fer. Þetta tekur andartak að læra og er stórskemmtilegt. Nariko hefur Sverðið sér til halds og trausts. Það eru þrír stansar sem spilarinn getur notast við og til að lifa bardagana af er mikilvægt að læra hvaða stans virkar á móti árásum óvinanna. Þetta snýst allt um ákveðið mótjafnvægi. Heavenly Sword Leikurinn sýnir vel stökkið á milli Playstation2 og Playstation3. Styrkur leiksins liggur að mínu mati í raddsetningu og hreyfingum persónanna. Þar er að þakka Andy Serkis, sem lék Gollum í Hringadróttinssögu. Serkis er dramatískur leikstjóri leiksins og ljær Bohan konungi, aðalóþokka leiksins, bæði rödd sína og andlit. Á milli hasarparta leiksins eru leikin atriði innan leiksins þar sem leikurinn og raddsetningin fá að njóta sín til hins ýtrasta. Grafík leiksins og hljóð eru til fyrirmyndar og sýna hvert stökkið á milli Playstation2 og Playstation3 er mikið. Hin nýja kynslóð leikjatölva er að gera hluti sem mann gat bara dreymt um áður. Leikurinn er hraður og það hægist aldrei á hasarnum. Heavenly Sword er stuttur en mjög eftirminnilegur og sómar sér vel í safni Playstation3-eigenda. Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Heavenly Sword er eitt af fyrstu trompspilum Sony fyrir Playstation3 leikjatölvuna þessa vetrarvertríð sem nú er að byrja og spannar fimm daga í lífi Nariko. Hún er dóttir foringja hins himneska sverðs sem ætt hennar hefur gætt í margar aldir. Sverðið er talið hafa stigið niður af himni og síðan þá hefur verið eftirsótt af öllum sem hafa viljað notað það til að ná völdum. Til að vernda fjölskyldu sína og vini tekur Nariko upp sverðið og notar það gegn hinum illa konungi Bohan, þrátt fyrir að vita að það muni kosta hana lífið. Þó að Nariko sé aðalpersóna leiksins mun spilarinn stundum spila sem Kai fóstursystir Nariko. Kai er yndisleg persóna og mín uppáhalds í leiknum. Kai er með boga og örvar en getur að öðru leyti ekki varið sig. Hennar partar í leiknum eru því frekar öðruvísi og brjóta leikinn upp. Þegar Kai skýtur ör úr boga sínum hefur maður tækifæri á að nota sixaxis-stjórnun leiksins og stjórna hvert örin hennar fer. Þetta tekur andartak að læra og er stórskemmtilegt. Nariko hefur Sverðið sér til halds og trausts. Það eru þrír stansar sem spilarinn getur notast við og til að lifa bardagana af er mikilvægt að læra hvaða stans virkar á móti árásum óvinanna. Þetta snýst allt um ákveðið mótjafnvægi. Heavenly Sword Leikurinn sýnir vel stökkið á milli Playstation2 og Playstation3. Styrkur leiksins liggur að mínu mati í raddsetningu og hreyfingum persónanna. Þar er að þakka Andy Serkis, sem lék Gollum í Hringadróttinssögu. Serkis er dramatískur leikstjóri leiksins og ljær Bohan konungi, aðalóþokka leiksins, bæði rödd sína og andlit. Á milli hasarparta leiksins eru leikin atriði innan leiksins þar sem leikurinn og raddsetningin fá að njóta sín til hins ýtrasta. Grafík leiksins og hljóð eru til fyrirmyndar og sýna hvert stökkið á milli Playstation2 og Playstation3 er mikið. Hin nýja kynslóð leikjatölva er að gera hluti sem mann gat bara dreymt um áður. Leikurinn er hraður og það hægist aldrei á hasarnum. Heavenly Sword er stuttur en mjög eftirminnilegur og sómar sér vel í safni Playstation3-eigenda. Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira