Smyglarar 22. september 2007 00:01 Í Frank og Jóa bókunum sem ég las sem krakki minnir mig að þeir félagar hafi sífellt verið að kljást við smyglara. Þetta voru vanalega einhverjir dularfullir stórskornir menn með húfu niður að augum, í sjóarapeysum, að læðupokast eitthvað við skemmur á hafnarsvæðinu, ef ég man rétt. Og þeir félagar Frank og Jói náðu einhvern veginn að afhjúpa þá, enda einstaklega vel gefnir drengir. ÆTÍÐ síðan hef ég ómeðvitað og meðvitað skyggnst eftir smyglurum í hvert einasta skipti sem ég á leið fram hjá hafnarsvæðum. Ég varð nefnilega fyrir verulegum áhrifum frá þessum bókum. En það er sama hvað ég hef rýnt. Ég hef aldrei séð smyglara. Á síðari tímum var ég meira að segja farinn að telja mér trú um að svona smyglarar af gamla skólanum væru ekki til lengur og að þetta orð væri við það að hverfa úr íslenskri tungu í þeirri merkingu. Svona svipað og orðið "Fuglahræða" en það heyrði ég í fyrsta skipti um daginn aftur, eftir um fimmtán ára hlé, og fannst skemmtilegt. ÞAÐ var þess vegna dálítið nostalgískt að heyra þau tíðindi nú í lok vikunnar að enn væri líf í þessari ævafornu tegund gæpamennsku, að smygla með báti. Það voru svo auðvitað ánægjuleg tíðindi að lögreglunni - að vísu ekki með aðstoð Frank og Jóa - hefði tekist að hafa hendur í hári smyglaranna. Öll atburðarásin var eins og í sannri gamaldags unglingabók fyrir stráka. UPP á síðkastið hefur allt púðrið farið í það að afhjúpa fólk sem ferðast með flugi, sem er ákaflega óspennandi. Þetta hefur gengið út í svo miklar öfgar að alsaklausir ferðalangar eru látnir afhenda linsuvökvann sinn. Yfirmaður í lögreglunni orðaði þetta vel í fréttunum. Hann sagði efnislega að nú væri nauðsynlegt að beina athyglinni betur að sjónum. Það væri allt of auðvelt að koma hættulegu dóti - eiturlyfjum, vopnum eða öðru - inn í landið sjóleiðis. Á þetta benti reyndar einnig Michael Moore í heimildarmynd um eftirleik 11. september fyrir nokkrum árum. Á meðan bandarískir tollverðir voru önnum kafnir við að biðja fólk um að fara úr skónum á flugvöllum reyndist strandlengjan öll svo til alveg óvarin. Þar var einn maður á vakt. Mjög einmana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun
Í Frank og Jóa bókunum sem ég las sem krakki minnir mig að þeir félagar hafi sífellt verið að kljást við smyglara. Þetta voru vanalega einhverjir dularfullir stórskornir menn með húfu niður að augum, í sjóarapeysum, að læðupokast eitthvað við skemmur á hafnarsvæðinu, ef ég man rétt. Og þeir félagar Frank og Jói náðu einhvern veginn að afhjúpa þá, enda einstaklega vel gefnir drengir. ÆTÍÐ síðan hef ég ómeðvitað og meðvitað skyggnst eftir smyglurum í hvert einasta skipti sem ég á leið fram hjá hafnarsvæðum. Ég varð nefnilega fyrir verulegum áhrifum frá þessum bókum. En það er sama hvað ég hef rýnt. Ég hef aldrei séð smyglara. Á síðari tímum var ég meira að segja farinn að telja mér trú um að svona smyglarar af gamla skólanum væru ekki til lengur og að þetta orð væri við það að hverfa úr íslenskri tungu í þeirri merkingu. Svona svipað og orðið "Fuglahræða" en það heyrði ég í fyrsta skipti um daginn aftur, eftir um fimmtán ára hlé, og fannst skemmtilegt. ÞAÐ var þess vegna dálítið nostalgískt að heyra þau tíðindi nú í lok vikunnar að enn væri líf í þessari ævafornu tegund gæpamennsku, að smygla með báti. Það voru svo auðvitað ánægjuleg tíðindi að lögreglunni - að vísu ekki með aðstoð Frank og Jóa - hefði tekist að hafa hendur í hári smyglaranna. Öll atburðarásin var eins og í sannri gamaldags unglingabók fyrir stráka. UPP á síðkastið hefur allt púðrið farið í það að afhjúpa fólk sem ferðast með flugi, sem er ákaflega óspennandi. Þetta hefur gengið út í svo miklar öfgar að alsaklausir ferðalangar eru látnir afhenda linsuvökvann sinn. Yfirmaður í lögreglunni orðaði þetta vel í fréttunum. Hann sagði efnislega að nú væri nauðsynlegt að beina athyglinni betur að sjónum. Það væri allt of auðvelt að koma hættulegu dóti - eiturlyfjum, vopnum eða öðru - inn í landið sjóleiðis. Á þetta benti reyndar einnig Michael Moore í heimildarmynd um eftirleik 11. september fyrir nokkrum árum. Á meðan bandarískir tollverðir voru önnum kafnir við að biðja fólk um að fara úr skónum á flugvöllum reyndist strandlengjan öll svo til alveg óvarin. Þar var einn maður á vakt. Mjög einmana.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun