Sundurleitnin lifi við Laugaveg Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. september 2007 00:01 Miðbær Reykjavíkur er mál málanna um þessar mundir. Varla líður dagur án þess að efnt sé til málþings um framtíð miðbæjarins og ýmsar forvitnilegar hugmyndir hafa komið fram. Ferskir vindar virðast nú loks ætla að blása um Laugaveginn, lífæð miðborgar Reykjavíkur. Í þessari viku hafa birst hugmyndir að stórfelldum breytingum og stækkun bygginga þar sem jafnframt er hugað að því að varðveita hina sérstöku ásýnd götunnar sem best. Annars vegar er um að ræða hugmyndir Torfusamtakanna um reitinn neðan Frakkastígs, milli Laugavegar og Hverfisgötu. Hins vegar eru hugmyndir sem fasteignafélagið Samson Properties kynnti í gærmorgun um uppbyggingu á miðborgarkjarna á svokölluðum Barónsreit en sá reitur nær milli Vitastígs og Barónsstígs, allt frá Laugavegi og niður á Skúlagötu. Hugmynd Torfusamtakanna um byggingar sem nýst gætu Listaháskóla Íslands er góð. Gert er ráð fyrir að þrjú hús við Laugaveg verði hækkuð um eina hæð en haldi ásýnd sinni að öðru leyti. Hugmynd Samson Properties er róttækari og þar er gert ráð fyrir meiri breytingu í ásýnd Laugavegar en í fyrrnefndu hugmyndinni. Samkvæmt henni munu líka víkja tvö gömul hús við Laugaveginn. Báðar hugmyndirnar eiga það þó sameiginlegt að samkvæmt þeim á að varðveita hina sundurleitu ásýnd sem einkennir Laugaveginn. Líklega á engin höfuðborg sér aðalgötu í líkingu við Laugaveg, aðalgötu þar sem er að finna dæmi um það fegursta en líka ljótasta í byggingarsögu hvers tímabils í liðlega eitt hundrað ár. Í þessu felst megineinkenni, eða karakter, Laugavegar og þetta þarf að varðveita. Í borg með rysjóttu veðurfari eins og í Reykjavík er mikilvægt að skýla vel fyrir vindi og hleypa sól eins vel að mannlífinu og hægt er. Með því að leggja höfuðáherslu á uppbyggingu neðan Laugavegar eða norðan götunnar er þetta lagt til grundvallar. Hvort tveggja Listaháskóli og verslunarmiðstöð með tilheyrandi afþreyingar- og menningarstarfsemi er verulega til þess fallið að efla miðbæ Reykjavíkur, líka á kvöldin og um helgar. Hugmyndin um grænt svæði ofan á bílakjallara í skjóli fyrir norðanvindi, eins og gert er ráð fyrir á Frakkastígsreitnum, er einnig aðlaðandi en opin svæði eru einmitt meðal þess sem bætt gæti miðbæjarbraginn verulega. Báðar tillögurnar sem hér er um rætt eru á algeru hugmyndastigi en óhætt er að fullyrða að þær séu frjórri og feli í sér fleiri tækifæri en flestar hugmyndir sem fram hafa komið um framtíð þessarar óvenjulegu aðalgötu höfuðborgar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Miðbær Reykjavíkur er mál málanna um þessar mundir. Varla líður dagur án þess að efnt sé til málþings um framtíð miðbæjarins og ýmsar forvitnilegar hugmyndir hafa komið fram. Ferskir vindar virðast nú loks ætla að blása um Laugaveginn, lífæð miðborgar Reykjavíkur. Í þessari viku hafa birst hugmyndir að stórfelldum breytingum og stækkun bygginga þar sem jafnframt er hugað að því að varðveita hina sérstöku ásýnd götunnar sem best. Annars vegar er um að ræða hugmyndir Torfusamtakanna um reitinn neðan Frakkastígs, milli Laugavegar og Hverfisgötu. Hins vegar eru hugmyndir sem fasteignafélagið Samson Properties kynnti í gærmorgun um uppbyggingu á miðborgarkjarna á svokölluðum Barónsreit en sá reitur nær milli Vitastígs og Barónsstígs, allt frá Laugavegi og niður á Skúlagötu. Hugmynd Torfusamtakanna um byggingar sem nýst gætu Listaháskóla Íslands er góð. Gert er ráð fyrir að þrjú hús við Laugaveg verði hækkuð um eina hæð en haldi ásýnd sinni að öðru leyti. Hugmynd Samson Properties er róttækari og þar er gert ráð fyrir meiri breytingu í ásýnd Laugavegar en í fyrrnefndu hugmyndinni. Samkvæmt henni munu líka víkja tvö gömul hús við Laugaveginn. Báðar hugmyndirnar eiga það þó sameiginlegt að samkvæmt þeim á að varðveita hina sundurleitu ásýnd sem einkennir Laugaveginn. Líklega á engin höfuðborg sér aðalgötu í líkingu við Laugaveg, aðalgötu þar sem er að finna dæmi um það fegursta en líka ljótasta í byggingarsögu hvers tímabils í liðlega eitt hundrað ár. Í þessu felst megineinkenni, eða karakter, Laugavegar og þetta þarf að varðveita. Í borg með rysjóttu veðurfari eins og í Reykjavík er mikilvægt að skýla vel fyrir vindi og hleypa sól eins vel að mannlífinu og hægt er. Með því að leggja höfuðáherslu á uppbyggingu neðan Laugavegar eða norðan götunnar er þetta lagt til grundvallar. Hvort tveggja Listaháskóli og verslunarmiðstöð með tilheyrandi afþreyingar- og menningarstarfsemi er verulega til þess fallið að efla miðbæ Reykjavíkur, líka á kvöldin og um helgar. Hugmyndin um grænt svæði ofan á bílakjallara í skjóli fyrir norðanvindi, eins og gert er ráð fyrir á Frakkastígsreitnum, er einnig aðlaðandi en opin svæði eru einmitt meðal þess sem bætt gæti miðbæjarbraginn verulega. Báðar tillögurnar sem hér er um rætt eru á algeru hugmyndastigi en óhætt er að fullyrða að þær séu frjórri og feli í sér fleiri tækifæri en flestar hugmyndir sem fram hafa komið um framtíð þessarar óvenjulegu aðalgötu höfuðborgar Íslands.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun