„…leiddist út í þetta aftur“ 1. september 2007 06:00 Kjartan Ólason við verk sín. Í Ásmundarsal við Freyjugötu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bætist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamennirnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár," sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flatarmyndir með hráu og áköfu yfirbragði þar sem líkamar liðu í rýminu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birtingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um aldamótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-liðinu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan." Kjartan segist hafa látið tilleiðast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og veggverk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri." Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Hildur Bjarnadóttir sýnir tilraunakenndan textíl. Samvistum við Kjartan í Ásmundarsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafnframt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naumhyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýningunni lýkur 23. september. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Í Ásmundarsal við Freyjugötu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bætist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamennirnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár," sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flatarmyndir með hráu og áköfu yfirbragði þar sem líkamar liðu í rýminu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birtingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um aldamótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-liðinu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan." Kjartan segist hafa látið tilleiðast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og veggverk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri." Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Hildur Bjarnadóttir sýnir tilraunakenndan textíl. Samvistum við Kjartan í Ásmundarsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafnframt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naumhyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýningunni lýkur 23. september.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira