Sýning á verkum Nínu 24. ágúst 2007 08:45 Nína Sæmundsdóttir Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira