Góðan dag Reykvíkingar 18. ágúst 2007 07:00 Hugmyndin um menningarnótt var innflutt eins og margt annað, reyndar dönsk. Hugmyndin var góð og hún hefur á liðnum árum veitt Reykvíkingum og nærsveitamönnum gleymda vissu sem var þarna undir að þeir búi í borgarsamfélagi, eigi miðbæ, eitthvert hjarta í byggðinni milli holta, mela og hálsa. Við viljum svo oft gleyma því hvernig landið var sem undir borgina fór. Er raunar hollt að rifja það upp - hvernig var þetta land þar sem við reistum okkur borg. Því menningarnótt hefur umfram allt skapað samkennd, fært okkur nær hvert öðru, hún er einn þessara fáu hátíðisdaga sem megna það: Þorláksmessan, gamlárskvöld, fyrsti maí, sautjándinn. Okkur veitir ekki af að eiga daga sem þessa þar sem þúsundir hópast á fáar slóðir í borgarlandinu og við gerum raunar ekkert annað en lalla um og hitta fólk. Því það er að mestu leyti liðin tíð. Bærinn var svo smár að hér hittust allir á daglegri göngu til og frá vinnu. Aldurssamsetning hverfa í nýbyggingu sá til þess að á upphafsárum þeirra voru börnin mörg, gatan og skólinn sá til þess að allir þekktu sína heimamenn. Það var gengið til búða og öll þjónusta var hverfislæg. Það var á þeim árum sem Reykjavík var að breytast í úthverfaborg og um leið að tapa þeirri nálægð sem hafði verið sterkasta einkenni smábæjarins. Farartækjunum fjölgaði, strætisvagninn tapaði fyrir einkabílnum og á endanum sátum við uppi með ameríska úthverfaborg sem heimtar bíla og er fíkill á bensín og viðhald á umferðaræðum. Þetta bara gerðist - ekki vegna þess að við vildum það, ekki vegna þess að við vorum spurð. Nú búum við í borg sem er þannig að við keyrum til að fara í göngutúr, keyrum til að versla í nokkrum búðum sem liggja hver í sínu hverfinu, keyrum í skóla, keyrum til kirkju, keyrum og keyrum. Verst að það er bæði óhollt og dýrt. Og þrátt fyrir fornan lofsöng um bílismann sem frelsistæki þá er ekki til frekara ok á háttu manna. Við verðum að keyra, en þurfum þess í raun ekki. Í dag keyrum við og finnum stæði sem næst miðjunni gömlu. Skipuleggjendur menningarhátíðarinnar hafa góðu heilli stækkað athafnasvæði hátíðahaldanna, út á Granda, suður í Vatnsmýri, alla leið upp á Klambra og út í Laugarnes. Við göngumst undir próf í dag, kvöld og nótt um það að við kunnum að halda fagnað án láta, getum ölvast smánarlaust, mæst með opnu geði og björtum svip. Gerum daginn góðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Hugmyndin um menningarnótt var innflutt eins og margt annað, reyndar dönsk. Hugmyndin var góð og hún hefur á liðnum árum veitt Reykvíkingum og nærsveitamönnum gleymda vissu sem var þarna undir að þeir búi í borgarsamfélagi, eigi miðbæ, eitthvert hjarta í byggðinni milli holta, mela og hálsa. Við viljum svo oft gleyma því hvernig landið var sem undir borgina fór. Er raunar hollt að rifja það upp - hvernig var þetta land þar sem við reistum okkur borg. Því menningarnótt hefur umfram allt skapað samkennd, fært okkur nær hvert öðru, hún er einn þessara fáu hátíðisdaga sem megna það: Þorláksmessan, gamlárskvöld, fyrsti maí, sautjándinn. Okkur veitir ekki af að eiga daga sem þessa þar sem þúsundir hópast á fáar slóðir í borgarlandinu og við gerum raunar ekkert annað en lalla um og hitta fólk. Því það er að mestu leyti liðin tíð. Bærinn var svo smár að hér hittust allir á daglegri göngu til og frá vinnu. Aldurssamsetning hverfa í nýbyggingu sá til þess að á upphafsárum þeirra voru börnin mörg, gatan og skólinn sá til þess að allir þekktu sína heimamenn. Það var gengið til búða og öll þjónusta var hverfislæg. Það var á þeim árum sem Reykjavík var að breytast í úthverfaborg og um leið að tapa þeirri nálægð sem hafði verið sterkasta einkenni smábæjarins. Farartækjunum fjölgaði, strætisvagninn tapaði fyrir einkabílnum og á endanum sátum við uppi með ameríska úthverfaborg sem heimtar bíla og er fíkill á bensín og viðhald á umferðaræðum. Þetta bara gerðist - ekki vegna þess að við vildum það, ekki vegna þess að við vorum spurð. Nú búum við í borg sem er þannig að við keyrum til að fara í göngutúr, keyrum til að versla í nokkrum búðum sem liggja hver í sínu hverfinu, keyrum í skóla, keyrum til kirkju, keyrum og keyrum. Verst að það er bæði óhollt og dýrt. Og þrátt fyrir fornan lofsöng um bílismann sem frelsistæki þá er ekki til frekara ok á háttu manna. Við verðum að keyra, en þurfum þess í raun ekki. Í dag keyrum við og finnum stæði sem næst miðjunni gömlu. Skipuleggjendur menningarhátíðarinnar hafa góðu heilli stækkað athafnasvæði hátíðahaldanna, út á Granda, suður í Vatnsmýri, alla leið upp á Klambra og út í Laugarnes. Við göngumst undir próf í dag, kvöld og nótt um það að við kunnum að halda fagnað án láta, getum ölvast smánarlaust, mæst með opnu geði og björtum svip. Gerum daginn góðan.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun