Grand Theft Auto veldur vandræðum 8. ágúst 2007 08:00 Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að afkoma félagsins á árinu yrði fyrir vikið neikvæð. Leikurinn átti upphaflega að koma út í október og fylla jólapakka allra þeirra fjölmargra aðdáenda hans, sem kunna vel að meta hraðann, ofbeldið og erótíkina sem hann einkennir. Nú er hans ekki að vænta fyrr en um mitt ár 2008. Áfallið kemur ekki á góðum tíma fyrir Take-Two sem á nokkur brösótt ár að baki. Meðal annars hefur afkoma félagsins ítrekað valdið vonbrigðum. Þá hafa deilur logað um innihald leiksins. Fyrr á þessu ári var framkvæmdastjóra og mörgum af æðstu stjórnendum félagsins vikið frá störfum. Nýlega var svo tilkynnt að störfum yrði fækkað í því miði að draga úr kostnaði félagsins. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að afkoma félagsins á árinu yrði fyrir vikið neikvæð. Leikurinn átti upphaflega að koma út í október og fylla jólapakka allra þeirra fjölmargra aðdáenda hans, sem kunna vel að meta hraðann, ofbeldið og erótíkina sem hann einkennir. Nú er hans ekki að vænta fyrr en um mitt ár 2008. Áfallið kemur ekki á góðum tíma fyrir Take-Two sem á nokkur brösótt ár að baki. Meðal annars hefur afkoma félagsins ítrekað valdið vonbrigðum. Þá hafa deilur logað um innihald leiksins. Fyrr á þessu ári var framkvæmdastjóra og mörgum af æðstu stjórnendum félagsins vikið frá störfum. Nýlega var svo tilkynnt að störfum yrði fækkað í því miði að draga úr kostnaði félagsins.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira