Handbolti

Fékk 34,8 prósent atkvæða

Ólafur átti mjög gott tímabil með Ciudad Real.
Ólafur átti mjög gott tímabil með Ciudad Real. Fréttablaðið/Vilhelm

Ólafur Stefánsson var valinn í lið ársins í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta og er einn af fjórum leikmönnum meistaraliðs Ciudad Real sem eru í sjö manna liðinu. Kosningin fór fram á heimasíðu deildarinnar, www.asobal.es.



Hinir leikmenn Ciudad Real í liðinu eru markvörðurinn Arpad Sterbik, línumaðurinn Rolando Urios og vinstri skyttan Alberto Entrerríos. Ólafur fékk 34,8 prósent atkvæða í sína stöðu en annar var Eric Gull hjá BM. Valladolid. Línumaðurinn Urios fékk bestu kosninguna en 56,5 prósent kusu hann.



Aðrir í úrvalsliðinu eru Juanín García, vinstri hornamaður Barcelona, Ivano Balic leikstjórnandi Portland San Antonio og Albert Rocas hornamaður Portland San Antonio. Besti þjálfarinn var valinn Manolo Cadenas, þjálfari Sigfúsar Sigurðssonar hjá Ademar León. Ólafur varð í 2. sæti í kosningunni í fyrra en hann er í liði ársins í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003 til 2004 en þann vetur vann Ciudad Real einnig titilinn.



Ólafur var með einstaka skotnýtingu í vetur en hann nýtti 109 af 143 skotum sínum sem gerir 76 prósenta nýtingu. Ólafur skorað 4,4 mörk að meðaltali í leik og átti síðan að venju ótal stoðsendingar á félaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×