Leitt hún skyldivera skækja 13. júlí 2007 06:00 Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Ég taldi að nokkur sátt hefði myndast um það sjónarmið að þeir sem leiðast út í vændi gerðu það í flestum tilfellum af neyð og það ætti ekki að koma fram við þá (eða þær öllu heldur) eins og ótínda glæpamenn. Viðbrögðin komu mér því dálítið á óvart. Þó nokkrir (flestir ef ekki allir karlar) gagnrýndu lagabreytinguna á þeim forsendum að nú væri vændi löglegt. Engan þeirra heyrði ég þó nefna að rétt væri að bregðast við með því að gera kaup á vændi ólögleg. Það virtist því eima eftir af þeirri skoðun að hórur séu skúrkar. Orsök félagslegrar neyðar en ekki afleiðing. Hvers vegna að rifja þetta upp núna? Jú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld mátti sjá enn eina birtingarmynd þessa viðhorfs. Vaskur fréttamaður í félagi við myndatökumann skundaði upp á Nordica-hótel og bankaði upp á hjá 23 ára rússneskri stúlku, vændiskonu sem auglýsti þjónustu sína á netinu. Ekki þarf að koma á óvart að stúlkunni brá þegar hún gekk í flasið á fréttamanninum. Hún baðst greinilega undan viðtali og að teknar væru af henni myndir en allt kom fyrir ekki, í fréttirnar fór hún. Það kom mér satt best að segja á óvart að sama fréttastofa og gerir út Kompás, sem hefur sett ný viðmið í djarfri og vandaðri rannsóknarfréttamennsku, hafi farið þessa leið. Það eru engin tíðindi að konur selji sig, allra síst ef þær auglýsa það á netinu. Engin sjáanleg tilraun var gerð til að komast að á hverra vegum stúlkan væri, sem var klárlega fréttapunkturinn. Enn er ólöglegt fyrir þriðja aðila að hagnast á vændi og umræðan um mansal, sem er óhugnanlega algengt í Austur-Evrópu, hefur líklega aldrei verið meiri. Í staðinn var ákveðið að skjóta fisk í tunnu. Daginn eftir var rætt við talsmenn Nordica-hótels, sem fullvissuðu fréttamann um að glyðrunni hefði verið vísað burt, enda ættu konur af hennar sauðahúsi ekkert erindi inn á fín hótel. Karlarnir sem keyptu hana til verksins eru væntanlega aufúsugestir eftir sem áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Áður en þingi var slitið í vor voru gerðar breytingar á lögum þess efnis að ekki væri lengur ólöglegt að stunda vændi hér á landi. Þetta var skref í rétta átt að því leyti að ekki var hægt að sækja til saka konur (og mögulega örfáa karla) sem höfðu gripið til þessa óyndisúrræðis til að hafa í sig og á. Ég taldi að nokkur sátt hefði myndast um það sjónarmið að þeir sem leiðast út í vændi gerðu það í flestum tilfellum af neyð og það ætti ekki að koma fram við þá (eða þær öllu heldur) eins og ótínda glæpamenn. Viðbrögðin komu mér því dálítið á óvart. Þó nokkrir (flestir ef ekki allir karlar) gagnrýndu lagabreytinguna á þeim forsendum að nú væri vændi löglegt. Engan þeirra heyrði ég þó nefna að rétt væri að bregðast við með því að gera kaup á vændi ólögleg. Það virtist því eima eftir af þeirri skoðun að hórur séu skúrkar. Orsök félagslegrar neyðar en ekki afleiðing. Hvers vegna að rifja þetta upp núna? Jú, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld mátti sjá enn eina birtingarmynd þessa viðhorfs. Vaskur fréttamaður í félagi við myndatökumann skundaði upp á Nordica-hótel og bankaði upp á hjá 23 ára rússneskri stúlku, vændiskonu sem auglýsti þjónustu sína á netinu. Ekki þarf að koma á óvart að stúlkunni brá þegar hún gekk í flasið á fréttamanninum. Hún baðst greinilega undan viðtali og að teknar væru af henni myndir en allt kom fyrir ekki, í fréttirnar fór hún. Það kom mér satt best að segja á óvart að sama fréttastofa og gerir út Kompás, sem hefur sett ný viðmið í djarfri og vandaðri rannsóknarfréttamennsku, hafi farið þessa leið. Það eru engin tíðindi að konur selji sig, allra síst ef þær auglýsa það á netinu. Engin sjáanleg tilraun var gerð til að komast að á hverra vegum stúlkan væri, sem var klárlega fréttapunkturinn. Enn er ólöglegt fyrir þriðja aðila að hagnast á vændi og umræðan um mansal, sem er óhugnanlega algengt í Austur-Evrópu, hefur líklega aldrei verið meiri. Í staðinn var ákveðið að skjóta fisk í tunnu. Daginn eftir var rætt við talsmenn Nordica-hótels, sem fullvissuðu fréttamann um að glyðrunni hefði verið vísað burt, enda ættu konur af hennar sauðahúsi ekkert erindi inn á fín hótel. Karlarnir sem keyptu hana til verksins eru væntanlega aufúsugestir eftir sem áður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun