Hrófatildur í Hyde Park 9. júlí 2007 07:00 Skálinn eftir Ólaf og Ketil að utan. Hann vindur upp á sig eins og sjá má á myndinni. Ljósmynd: Serpentine Gallery með góðfúslegu leyfi Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. Í þeirra stað hefði íranski arkitektinn Zaha Hadid tekið að sér verkefnið og myndi skila því þann 11. júlí. „Við skulum kalla þessa frétt leiðinlegan misskilning," sagði Tom Coupe á kynningardeild safnsins sem stendur við samnefnda tjörn í Hyde Park. „Allar áætlanir standast og skálinn verður tilbúinn fyrir samkomu helstu fjárfesta okkar." Ólafur og Ketill teiknuðu stóran skála við galleríið sem er skammt frá Royal Albert Hall og skyldi hann standa uppi tímabundið. Átti húsið að vera risið í ágústbyrjun og standa til loka nóvember. Er hugmynd þeirra sú að þar verði vinnustofa arkitekta og vísindamanna opin hvern föstudag. Atburðaskráin í skálanum endar á maraþonráðstefnu í tvo sólarhringa með hléum þar sem krufin yrði arkitektúr skynfæranna. Ólafur er sem kunnugt er hönnuður á ytra byrði tónlistarhúss sem nú rís í Reykjavík. Hann er einnig í samvinnu við Hirshhorn-safnið í Washington um endurbætur á safninu til að auka þar aðsókn og vann hugmyndasamkeppni um viðbyggingu á ArOs-listasafninu glæsilega í Árósum. Ketill vinnur á hinni heimskunnu arkitektastofu Snjóhettu og er aðalhöfundur nýja bókasafnsins í Alexandríu. Hann hefur unnið áður með Ólafi að hluta nýja óperuhússins í Osló sem nú er í byggingu. Það er Íslandsvinurinn og sýningarstjórinn Hans Ulrich Obrist sem hefur umbylt nokkuð stefnu Serpentine. Hans er einn af sýningarstjórum þar og hefur getið sér gott orð sem slíkur víðar: hann skipulagði stóra sýningu bandarískra listamanna sem hér var fyrr í vetur og átti einnig hlut að stóru Kína-sýningunni - fyrsta hluta - sem var í Battersea-listamiðstöðinni á liðnu ári. Hans hefur átt í samstarfi við Eiðasetur og Ara Alexander kvikmyndahöfund, kom meðal annars að kvikmynd hans um Magnús Blöndal Jóhannsson. Skálinn að innan: Hér verður fundað um ýmis álitamál í skynjun og sköpun rýmis sem er sérstakt áhugamál höfundanna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er skálinn óvenjuleg smíð og geta lesendur Fréttablaðsins lagt leið sína út í Hyde Park og litið á bygginguna fram eftir hausti. Þar verður sýning Hreins Friðfinnssonar frá 18. júlí og þegar henni lýkur tekur þar við sýning á verkum Matthews Barney. Misskilningur blaðamanns Observer kann að skapast af því að annað tímabundið mannvirki verður reist í Serpentine undir fjáröflunarhóf fyrir ríka fólkið sem gefur fé til rekstrar gallerísins þar sem það kemur saman og drekkur kampavín í sínu fínasta pússi. Myndverk eftir Hadid sem Serpentine pantaði frá henni og verður sett upp núna um helgina fyrir fjáröflunarhóf við galleríið þann 11. júlí. Mynd: Serpentine Gallery Það er einhvers konar myndverk - innsetning er það kallað - eftir íranska arkitektinn og samstarfsmenn hennar. Hadid er mikil uppreisnarkona í heimi byggingarlista vesturálfu. Hún er fædd 1950 og hefur á liðnum árum hannað fjölda bygginga sem margar hafa ekki risið. Meðal þekktari verkefna hennar eru Vitra-slökkvistöðin í Sviss, Phaeno-vísindamiðstöðin í Wolfsburg fyrir Wolksvagen, og Rosenthal-listamiðstöðin í Cincinnati. Hún er nú að hanna sundlaugahöll fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Breska blaðið Observer greindi frá því í fyrri viku að að fyrirhugaður skáli Ólafs Elíassonar og norska arkitektsins Ketils Thorsen við Serpentine-galleríið í London yrði ekki reistur sökum þess að þeir hefðu ekki staðist skilafrest á teikningum. Í þeirra stað hefði íranski arkitektinn Zaha Hadid tekið að sér verkefnið og myndi skila því þann 11. júlí. „Við skulum kalla þessa frétt leiðinlegan misskilning," sagði Tom Coupe á kynningardeild safnsins sem stendur við samnefnda tjörn í Hyde Park. „Allar áætlanir standast og skálinn verður tilbúinn fyrir samkomu helstu fjárfesta okkar." Ólafur og Ketill teiknuðu stóran skála við galleríið sem er skammt frá Royal Albert Hall og skyldi hann standa uppi tímabundið. Átti húsið að vera risið í ágústbyrjun og standa til loka nóvember. Er hugmynd þeirra sú að þar verði vinnustofa arkitekta og vísindamanna opin hvern föstudag. Atburðaskráin í skálanum endar á maraþonráðstefnu í tvo sólarhringa með hléum þar sem krufin yrði arkitektúr skynfæranna. Ólafur er sem kunnugt er hönnuður á ytra byrði tónlistarhúss sem nú rís í Reykjavík. Hann er einnig í samvinnu við Hirshhorn-safnið í Washington um endurbætur á safninu til að auka þar aðsókn og vann hugmyndasamkeppni um viðbyggingu á ArOs-listasafninu glæsilega í Árósum. Ketill vinnur á hinni heimskunnu arkitektastofu Snjóhettu og er aðalhöfundur nýja bókasafnsins í Alexandríu. Hann hefur unnið áður með Ólafi að hluta nýja óperuhússins í Osló sem nú er í byggingu. Það er Íslandsvinurinn og sýningarstjórinn Hans Ulrich Obrist sem hefur umbylt nokkuð stefnu Serpentine. Hans er einn af sýningarstjórum þar og hefur getið sér gott orð sem slíkur víðar: hann skipulagði stóra sýningu bandarískra listamanna sem hér var fyrr í vetur og átti einnig hlut að stóru Kína-sýningunni - fyrsta hluta - sem var í Battersea-listamiðstöðinni á liðnu ári. Hans hefur átt í samstarfi við Eiðasetur og Ara Alexander kvikmyndahöfund, kom meðal annars að kvikmynd hans um Magnús Blöndal Jóhannsson. Skálinn að innan: Hér verður fundað um ýmis álitamál í skynjun og sköpun rýmis sem er sérstakt áhugamál höfundanna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er skálinn óvenjuleg smíð og geta lesendur Fréttablaðsins lagt leið sína út í Hyde Park og litið á bygginguna fram eftir hausti. Þar verður sýning Hreins Friðfinnssonar frá 18. júlí og þegar henni lýkur tekur þar við sýning á verkum Matthews Barney. Misskilningur blaðamanns Observer kann að skapast af því að annað tímabundið mannvirki verður reist í Serpentine undir fjáröflunarhóf fyrir ríka fólkið sem gefur fé til rekstrar gallerísins þar sem það kemur saman og drekkur kampavín í sínu fínasta pússi. Myndverk eftir Hadid sem Serpentine pantaði frá henni og verður sett upp núna um helgina fyrir fjáröflunarhóf við galleríið þann 11. júlí. Mynd: Serpentine Gallery Það er einhvers konar myndverk - innsetning er það kallað - eftir íranska arkitektinn og samstarfsmenn hennar. Hadid er mikil uppreisnarkona í heimi byggingarlista vesturálfu. Hún er fædd 1950 og hefur á liðnum árum hannað fjölda bygginga sem margar hafa ekki risið. Meðal þekktari verkefna hennar eru Vitra-slökkvistöðin í Sviss, Phaeno-vísindamiðstöðin í Wolfsburg fyrir Wolksvagen, og Rosenthal-listamiðstöðin í Cincinnati. Hún er nú að hanna sundlaugahöll fyrir Ólympíuleikana í London 2012.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira