Rándýr hauskúpa 9. júlí 2007 09:00 Ásett verð þessarar demantsþöktu hauskúpu eftir Damien Hirst er sex milljarðar króna. Myndlistarmaðurinn Damien Hirst opnaði í byrjun júnímánaðar sýningu þar sem hann sýnir dýrasta listaverk sem hefur verið búið til. Verkið er hauskúpa í fullri stærð úr títaníum alþakin demöntum. Á hauskúpunni eru 8601 demantar sem eru samtals 1106,18 karöt. Ásett verð hauskúpunnar er 50 milljónir punda sem eru um 6 milljarðar íslenskra króna. Ef verkið selst á þessu verði er Hirst kominn í sama verðflokk Picasso. Damien Hirst varð í júnímánuði sá núlifandi listamaður sem á verðhæsta listaverkið. Verk hans Lullaby Spring, eða Vögguvísu vor, var selt á uppboði á tæpar 10 milljónir punda eða um 120 milljónir króna. George Michael og sambýlismaður hans eru enn sem komið er þeir einu sem hafa lýst áhuga á að kaupa hauskúpuna enda ekki á færi allra að kaupa listaverk á sex milljarða. Damien Hirst umdeildur en vinsæll. Damien Hirst er afar umdeildur listamaður sem er þekktastur fyrir að sýna sundurskornar beljur í formaldehíði, rotnandi dýrshræ og fleira huggulegt. Á sömu sýningu og hauskúpan er sýnd á má sjá málverk eftir Hirst af keisaraskurðsfæðingu sonar hans og krabbameinsæxlum. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Damien Hirst opnaði í byrjun júnímánaðar sýningu þar sem hann sýnir dýrasta listaverk sem hefur verið búið til. Verkið er hauskúpa í fullri stærð úr títaníum alþakin demöntum. Á hauskúpunni eru 8601 demantar sem eru samtals 1106,18 karöt. Ásett verð hauskúpunnar er 50 milljónir punda sem eru um 6 milljarðar íslenskra króna. Ef verkið selst á þessu verði er Hirst kominn í sama verðflokk Picasso. Damien Hirst varð í júnímánuði sá núlifandi listamaður sem á verðhæsta listaverkið. Verk hans Lullaby Spring, eða Vögguvísu vor, var selt á uppboði á tæpar 10 milljónir punda eða um 120 milljónir króna. George Michael og sambýlismaður hans eru enn sem komið er þeir einu sem hafa lýst áhuga á að kaupa hauskúpuna enda ekki á færi allra að kaupa listaverk á sex milljarða. Damien Hirst umdeildur en vinsæll. Damien Hirst er afar umdeildur listamaður sem er þekktastur fyrir að sýna sundurskornar beljur í formaldehíði, rotnandi dýrshræ og fleira huggulegt. Á sömu sýningu og hauskúpan er sýnd á má sjá málverk eftir Hirst af keisaraskurðsfæðingu sonar hans og krabbameinsæxlum.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira