Guðfaðir poppsins 5. júlí 2007 07:15 Sir Peter Blake Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Breski myndlistarmaðurinn Peter Blake - maðurinn sem gerði ásamt eiginkonu sinni umslagið utanum Sergent Peppers er sjötíu og fimm um þessar mundir. Hann heldur upp á afmælið með stórri málverkasýningu í Tate-safninu í Liverpool og hefur mátt þola nokkra gagnrýni í blöðum eftir að hún opnaði í síðustu viku. Sir Peter þarf reyndar ekki að láta það á sig fá þó kornungir listfræðingar fúlsi við stórum olíuverkum hans. Hann hefur um marga ára skeið verið með vinsælli myndlistarmönnum á Bretlandi, er gjarnan kallaður guðfaðir poppsins þar í landi, sem er raunar nokkuð vafasamur titill. Hann er líka úr þeirri stétt samfélagsins sem hefur alltaf verið litið frekar niður á í yfirlætisfullri umfjöllun listfræðinga sem listamönnum eins og honum úr verkalýðsstétt hefur raunar verið frekar uppsigað við. Hann er úr verkalýðsstétt sem skýrir aðdáun hans á dægurlagahetjum, Presley, Everly Brothers og Beatles; glímukappar, dvergar og stripparar eru hans fólk. Blake hefur valdið nokkru umróti síðustu vikur. Hann lýsti því yfir opinberlega fyrir mörgum árum að hann væri hættur opinberum afskiptum að myndlist en framleiðir enn verk, bæði stök verk og print í fjöldaútgáfu. Umrótið var sökum þess að hann falbauð vinnuskála sinn til marga ára til sölu í heilu lagi. Hann hefur alla tíð verið sjúkur safnari á allskyns furðugripi og fullyrða þeir sem hafa fengið að grúska í vinnuskálanum að þar leynist mörg gersemin og raunar gæti draslið sem hann hefur sankað að sér fyllt heilt safn. Kaupendur hafa ekki gefið sig fram enda verðið óljóst. Hann segist þurfa á fjármagninu að halda: þrátt fyrir langan feril séu sjóðir hans uppurnir og fátt eftir til elliáranna. Ýmsir hafa tekið svari hans síðsutu daga. Þar fer fremstur annar strákur úr verkamannastétt: ríkasti myndlistarmaður núlifandi, Damien Hirst. Hann fussar við athugasemdum hinna lærðu og segir að enginn geti efast um yfirburði afmælisbarnsins. Eftir hann liggi áhrifamesta listaverk síðustu aldar: umslagið um Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band. Sýning í Tate-safninu í Liverpool verður opin til hausts.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira