Þjóðlögin óma alls staðar að 2. júlí 2007 01:15 Tónskáldið og presturinn Sr. Bjarni Jónsson safnaði íslenskum þjóðlögum og gaf út á árunum 1906-1909 en hann var eitt ástsælasta tónskáld Íslands í upphafi 20. aldar. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst eftir helgina en að þessu sinni verða kvæðamenn áberandi á hátíðinni en þá verður einnig boðið upp á námskeið á háskólastigi um íslenska þjóðlagatónlist. Hátíð þessi var haldin í fyrsta sinn árið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar sem hefur veg og vanda að skipulagningu hennar en umsvifin hafa aukist ár frá ári. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður. Segja má að dagskráin sé fjórþætt því auk hefðbundinna tónleika, þar sem flutt er bæði íslensk og erlend þjóðlagatónlist, eru kynningar ýmiskonar og fræðsluerindi auk þess sem boðið verður upp á leiklist, bæði í formi sýninga og námskeiða fyrir börn. Nú verður ennfremur haldið námskeið um íslenska þjóðlagatónlist undir formerkjum Þjóðlagaakademíunnar á Siglufirði en markmið þess er að kynna þátttakendum heim íslenskra þjóðlaga, þjóðkvæða og þjóðdansa. Rósa Þorsteinsdóttir er meðal leiðbeinanda á námskeiðinu en hún segir það brautryðjendaverk að koma á slíkri fræðslu. „Námskeið sem þessi eru mjög sjaldgæf, það hafa verið kennd námskeið um íslensk þjóðlög innan þjóðfræðinnar í Háskóla Íslands en það hefur ekki verið í boði að undanförnu.“ Rósa segist vonast til þess að aukin fræðsla um þennan menningararf muni vekja áhuga ungs tónlistar- og fræðafólks á að rannsaka hann betur og nýta sér hann á markvissan hátt. „Það hafa sannarlega fleiri gott af því að kynnast þjóðlagaarfinum betur, til dæmis kennaranemar en þeir munu koma að námskeiðinu nú og geta vonandi nýtt sér þekkinguna áfram til kennslu og þannig vakið áhuga komandi kynslóða á þessu efni.“ Rósa segir að þjóðlagaáhugi hérlendis fari vaxandi þó enn sem komið er séu fáir sem sinni rannsóknum á því sviði. „Ég sé fyrir mér mörg rannsóknarefni þessu tengd. Þjóðlögin eru ekki gripin úr lausu lofti heldur greinast þau í ólík svið því öll tengjast þau ákveðnum kvæðagreinum sem rannsaka þarf hvert fyrir sig.“ Hún nefnir að gömul sálmalög hafi til að mynda verið lítillega rannsökuð svo og lög við barnagælur og þulur en aðrar tegundir þjóðlaga svo sem vikivakar, rímnalög og tvísöngur sé enn óplægður akur. Rósa segir að Þjóðlagahátíðin á Siglufirði sé mikill fengur fyrir áhugafólk um þjóðlaga- og heimstónlist en hún hefur sótt hátíðina frá upphafi. „Þeir sem einu sinni prófa geta ekki hætt,“ segir hún kímin og bætir við að stemningin sé ávallt góð þó hún sé vitaskuld mismunandi eftir því hvaðan þátttakendurnir koma. „Ég hef sótt tónleika á Þjóðlagahátíðinni sem eru mér algjörlega ógleymanlegir. Ég man eftir því að hafa komið út af tónleikum og hugsað með mér: „Af hverju voru ekki allir hérna!“ Hún tekur fram að framtak þetta skipti ekki minna máli fyrir heimamenn og nærsveitunga. „Landsbyggðin þarf líka á því að halda að þar séu menntunarmöguleikar í boði. Þetta er ekki bara til þess að fólk komi að sunnan til þess að fara á hátíðina og námskeiðið heldur vona ég líka að fólkið á svæðinu nýti sér þetta tækifæri. Dagskrá þessa árs er afar fjölbreytt en Rósa kveðst spenntust fyrir langspilsþinginu sem haldið verður á laugardaginn. „Það verður gaman að sjá og heyra í frænkum íslenska langspilsins sem koma víða að.“ Hún segist einnig vera spennt að heyra armenska tónlist en hún verður í hávegum höfð að þessu sinni. Tónskáldið John Sarkissian mun til dæmis segja frá tónlistarhefð Armena og þarlendir tónlistarmenn munu halda tónleika, ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Hátíðin verður sett á miðvikudaginn með göngu í Siglufjarðarskarði þar sem kvæðamenn munu láta til sín taka. Síðan tekur einn viðburður við að öðrum fram á sunnudagskvöld. Meðal þátttakenda verða Bára Grímsdóttir og Chris Foster sem munu kveða og spila. Að utan kemur hljómsveitin Andromeda4 og heldur uppi fjörinu sem og Tríó Hanne Juul frá Svíþjóð sem mun koma fram ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen. Tónleikarnir verða haldnir víðsvegar um bæinn, þar á meðal í Bræðsluverksmiðjunni Gránu, í Bátahúsinu og á Bíókaffi. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á heimasíðunni www.siglo. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst eftir helgina en að þessu sinni verða kvæðamenn áberandi á hátíðinni en þá verður einnig boðið upp á námskeið á háskólastigi um íslenska þjóðlagatónlist. Hátíð þessi var haldin í fyrsta sinn árið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar sem hefur veg og vanda að skipulagningu hennar en umsvifin hafa aukist ár frá ári. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður. Segja má að dagskráin sé fjórþætt því auk hefðbundinna tónleika, þar sem flutt er bæði íslensk og erlend þjóðlagatónlist, eru kynningar ýmiskonar og fræðsluerindi auk þess sem boðið verður upp á leiklist, bæði í formi sýninga og námskeiða fyrir börn. Nú verður ennfremur haldið námskeið um íslenska þjóðlagatónlist undir formerkjum Þjóðlagaakademíunnar á Siglufirði en markmið þess er að kynna þátttakendum heim íslenskra þjóðlaga, þjóðkvæða og þjóðdansa. Rósa Þorsteinsdóttir er meðal leiðbeinanda á námskeiðinu en hún segir það brautryðjendaverk að koma á slíkri fræðslu. „Námskeið sem þessi eru mjög sjaldgæf, það hafa verið kennd námskeið um íslensk þjóðlög innan þjóðfræðinnar í Háskóla Íslands en það hefur ekki verið í boði að undanförnu.“ Rósa segist vonast til þess að aukin fræðsla um þennan menningararf muni vekja áhuga ungs tónlistar- og fræðafólks á að rannsaka hann betur og nýta sér hann á markvissan hátt. „Það hafa sannarlega fleiri gott af því að kynnast þjóðlagaarfinum betur, til dæmis kennaranemar en þeir munu koma að námskeiðinu nú og geta vonandi nýtt sér þekkinguna áfram til kennslu og þannig vakið áhuga komandi kynslóða á þessu efni.“ Rósa segir að þjóðlagaáhugi hérlendis fari vaxandi þó enn sem komið er séu fáir sem sinni rannsóknum á því sviði. „Ég sé fyrir mér mörg rannsóknarefni þessu tengd. Þjóðlögin eru ekki gripin úr lausu lofti heldur greinast þau í ólík svið því öll tengjast þau ákveðnum kvæðagreinum sem rannsaka þarf hvert fyrir sig.“ Hún nefnir að gömul sálmalög hafi til að mynda verið lítillega rannsökuð svo og lög við barnagælur og þulur en aðrar tegundir þjóðlaga svo sem vikivakar, rímnalög og tvísöngur sé enn óplægður akur. Rósa segir að Þjóðlagahátíðin á Siglufirði sé mikill fengur fyrir áhugafólk um þjóðlaga- og heimstónlist en hún hefur sótt hátíðina frá upphafi. „Þeir sem einu sinni prófa geta ekki hætt,“ segir hún kímin og bætir við að stemningin sé ávallt góð þó hún sé vitaskuld mismunandi eftir því hvaðan þátttakendurnir koma. „Ég hef sótt tónleika á Þjóðlagahátíðinni sem eru mér algjörlega ógleymanlegir. Ég man eftir því að hafa komið út af tónleikum og hugsað með mér: „Af hverju voru ekki allir hérna!“ Hún tekur fram að framtak þetta skipti ekki minna máli fyrir heimamenn og nærsveitunga. „Landsbyggðin þarf líka á því að halda að þar séu menntunarmöguleikar í boði. Þetta er ekki bara til þess að fólk komi að sunnan til þess að fara á hátíðina og námskeiðið heldur vona ég líka að fólkið á svæðinu nýti sér þetta tækifæri. Dagskrá þessa árs er afar fjölbreytt en Rósa kveðst spenntust fyrir langspilsþinginu sem haldið verður á laugardaginn. „Það verður gaman að sjá og heyra í frænkum íslenska langspilsins sem koma víða að.“ Hún segist einnig vera spennt að heyra armenska tónlist en hún verður í hávegum höfð að þessu sinni. Tónskáldið John Sarkissian mun til dæmis segja frá tónlistarhefð Armena og þarlendir tónlistarmenn munu halda tónleika, ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Hátíðin verður sett á miðvikudaginn með göngu í Siglufjarðarskarði þar sem kvæðamenn munu láta til sín taka. Síðan tekur einn viðburður við að öðrum fram á sunnudagskvöld. Meðal þátttakenda verða Bára Grímsdóttir og Chris Foster sem munu kveða og spila. Að utan kemur hljómsveitin Andromeda4 og heldur uppi fjörinu sem og Tríó Hanne Juul frá Svíþjóð sem mun koma fram ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen. Tónleikarnir verða haldnir víðsvegar um bæinn, þar á meðal í Bræðsluverksmiðjunni Gránu, í Bátahúsinu og á Bíókaffi. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast á heimasíðunni www.siglo.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira