Skáldleg söguskoðun 30. júní 2007 03:30 Rithöfundurinn David Mitchell snýr aftur til Japan. Mynd/ Miriam Berkley Random House Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Í viðtali við vefútgáfu dagblaðsins The Japan Times ræðir Mitchell um nýju bókina sem ber vinnutitilinn Nagasaki. Mitchell hefur nú snúið aftur til Japan þar sem að ritferill hans hófst. Mitchell segir bókina sögulega skáldsögu þar sem hann leitast við að draga upp hliðstæður milli aðstæðna á japönsku eynni Dejima og lífsins í Hollandi á tímum Napóleons. Mitchell á japanska konu og bjó í Hiroshima í átta ár en Japan var eitt sögusviðanna í bók hans Ghostwritten. Mitchell segir það mest krefjandi verkefni sitt til þessa að skrifa fjölmenningarlega skáldsögu þar sem japönskum og evrópskum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði. Rannsóknir hans hafa leitt hann á ýmsar villigötur en í viðtalinu ræðir hann einnig áhrif skáldskapar á söguskynjun lesenda. Hann segir sína eigin söguskoðun meðal annars komna frá Robert Graves og Dickens en getur þess að á meðan rithöfundar skrifi af einlægni og lesendur muni að þeir séu að upplifa skáldskap sé engin hætta á ferð. Aukinheldur þurfi sagnfræðingar að glíma við hálan afstæðisál þegar þeir rita sínar útgáfur sögunnar. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Í viðtali við vefútgáfu dagblaðsins The Japan Times ræðir Mitchell um nýju bókina sem ber vinnutitilinn Nagasaki. Mitchell hefur nú snúið aftur til Japan þar sem að ritferill hans hófst. Mitchell segir bókina sögulega skáldsögu þar sem hann leitast við að draga upp hliðstæður milli aðstæðna á japönsku eynni Dejima og lífsins í Hollandi á tímum Napóleons. Mitchell á japanska konu og bjó í Hiroshima í átta ár en Japan var eitt sögusviðanna í bók hans Ghostwritten. Mitchell segir það mest krefjandi verkefni sitt til þessa að skrifa fjölmenningarlega skáldsögu þar sem japönskum og evrópskum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði. Rannsóknir hans hafa leitt hann á ýmsar villigötur en í viðtalinu ræðir hann einnig áhrif skáldskapar á söguskynjun lesenda. Hann segir sína eigin söguskoðun meðal annars komna frá Robert Graves og Dickens en getur þess að á meðan rithöfundar skrifi af einlægni og lesendur muni að þeir séu að upplifa skáldskap sé engin hætta á ferð. Aukinheldur þurfi sagnfræðingar að glíma við hálan afstæðisál þegar þeir rita sínar útgáfur sögunnar.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira