Tónlist

Kryddpíurnar snúa aftur

Emma Bunton, Mel Brown, Mel Chisholm, Victoria Adams og Geri Halliwell á blaðamannafundi í gær.
Emma Bunton, Mel Brown, Mel Chisholm, Victoria Adams og Geri Halliwell á blaðamannafundi í gær. MYND/Getty

Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998.

Tónleikaferðin hefst í Los Angeles og verða tónleikarnir ellefu talsins. „Við vildum minnast góðra tíma, skemmta okkur saman og hitta aðdáendurna aftur. Þetta var rétti tímapunkturinn,“ sagði Halliwell. Aðeins einir tónleikar eru fyrirhugaðir í London og kom það mörgum aðdáendum sveitarinnar á óvart.

 

fyrir tíu árum Kryddpíurnar er þær hittu Karl Bretaprins á samkomu fyrir tíu árum. fréttablaðið/gettyimages

Kryddpíurnar hafa selt yfir 55 milljónir platna út um allan heim og hafa meira að segja leikið í sinni eigin kvikmynd, Spice World. Árið 2001 lagði sveitin upp laupana og í kjölfarið hófu þær Emma, Mel B, Mel C og Victoria Beckham sólóferil hver í sínu horni. Gengu þær tilraunir upp og ofan og vonast þær stöllur til að endurvekja vinsældir sínar með tónleikaferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×