Ljósmyndarar á ferð 28. júní 2007 09:00 Páll Stefánsson ljósmyndari Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni. Guðmundur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafði lengi aðsetur með stofu sína milli Hverfisgötu og Laugavegar en er nú kominn út á Granda. Hann var einn af forvígismönnum Torfusamtakanna á sinni tíð og hefur um langt árabil tekið myndir í Reykjavík miðri og víðar. Lagt verður af stað frá Grófarhúsinu og stendur gangan frá 20 til 21. Annar yngri ljósmyndari og víðförull, Páll Stefánsson opnar á laugardag í nýja ljósmyndagalleríinu hans Ara Sigvaldasonar, Fótógrafí, sýningu á myndum sínum frá Afríku. Hann kallar hana Heitt. Páll er að vinna bók um Afríku, bók sem gefur jákvæða mynd af þessari heimsálfu þar sem knattspyrnan er í fókus. Sýningin er afrakstur ferðar Páls og Halldórs Lárussonar um Kamerún í maí 2007. Bókin kemur út haustið 2009. Sýningin stendur til 4. ágúst. Opið er alla daga í Fótógrafí neðst á Skólavörðustíg frá 12 til 18.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira