Ísland hefur allt að bjóða 27. júní 2007 01:15 Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands segir landið bjóða upp á bestu skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Geti fyrirtæki sparað tugi milljóna vegna lægri kostnaðar við kælingu á tölvubúnaði hér en í öðrum löndum. Markaðurinn/GVA Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður. Undir smásjánni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. Sambærileg skýrsla var gerð fyrir um fimm árum síðan. En margt hefur breyst síðan þá, að sögn Þórðar. „Orkunotkun er orðin mun meiri nú á hvern fermetra en áður auk þess sem orkukostnaður hefur hækkað verulega erlendis. Í þriðja lagi er komin staðfesting frá stjórnvöldum um að nýr sæstrengur verði lagður á næsta ári. Það er algjör forsenda þess að hægt er að kynna málið sem áhugaverðan kost,“ segir hann og bætir við að Ísland sé efst á blaði í mælingu alþjóðlegra fyrirtækja og stofnana um öryggi í afhendingu raforku. „Það er lykilatriði,“ segir Þórður og leggur áherslu á að Ísland sé samkvæmt þessu með öruggasta rafdreifikerfi í heimi. Ísland uppfylli því vel skilyrði fyrir rekstur netþjónabúa. Ekki liggur fyrir hvað netþjónabú muni rísa. Þórður segir þau verða í námunda við raf- og gagnaveitukerfi. „Höfuðborgarsvæðið og Reykjanes koma sterklega til greina en ugglaust líka staðir úti á landi. Ljósleiðarakerfið nær hringinn um landið og það er því engin fyrirstaða,“ segir hann. Þórður segir netþjónabúin sem net- og hugbúnaðarrisarnir hafi velt upp mun stærri en hefðbundin netþjónabú, sem séu mun minni. „Meðalbúið er ekki nema um 1.000 til 1.500 fermetrar með raforkuþörf upp á eitt til fimm megavött,“ að sögn Þórðar sem bendir á að einkaaðilar geti sömuleiðis ráðist í byggingu búanna og leigt rými til fyrirtækja. „Það yrði ein útfærslan sem bæði innlendir og erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að gera,“ segir hann og bætir við að Ísland hafi upp á margt að bjóða. Hér sé samkeppnishæft orkuverð, orkan endurnýjanleg sem sé að verða markaðstæki í geira sem þessum auk þess sem lóðaverð sé lægra en í þeim löndum þar sem stórfyrirtækin eru nú þegar með netþjónabú. Ofan á þetta bætist svo loftslagið, sem er svalara hér en í öðrum löndum. „Þetta jafna og tiltölulega svala loftslag sem er hér gerir kæliþörfina miklu minni en annars staðar. Það má reikna í einhverjum tugum milljóna sem sparast í orkukostnað vegna minni kælingar á tölvubúnaði hér,“ segir Þórður.
Undir smásjánni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira