Viðtökur Íslendinga langt framar vonum 20. júní 2007 06:00 Kruger óttast ekki að hætt verði við uppbyggingu álvers í Helguvík. Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins." Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum varð hluti af íslensku samfélagi þegar það keypti álver Norðuráls á Grundartanga árið 2004. „Okkur líkuðu viðskiptahættirnir og hvernig hlutirnir eru gerðir hér á Íslandi. Við sáum fljótt að Ísland væri ákjósanlegur staður til álframleiðslu," segir Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum. Century hefur í nokkur ár leitað að hentugri byggingarlóð fyrir annað álver á Íslandi. Helguvík varð fyrir valinu. „Samfélagið á Suðurnesjum varð fyrir áfalli vegna lokunar bandarísku herstöðvarinnar á síðasta ári. Við höfum unnið náið með yfirvöldum á svæðinu og eftir tveggja ára undirbúning erum við nú að hefja þróun verkefnisins," segir Kruger. Kruger segir samband fyrirtækisins við íslenskt samfélag hafa styrkst jafnt og þétt. „Við höfum átt mjög gott samstarf við sveitarfélög, unnið náið með íslenskum verktökum og fjármagnað okkur í gegnum íslenska banka. Nú höfum við fengið íslenska fjárfesta til félagsins. Samband okkar við þjóðina hefur því vaxið jafnt og þétt og er orðið mjög náið." Til undirbúnings framkvæmdanna í Helguvík fór Century nýverið í hlutafjárútboð þar sem fagfjárfestum gafst kostur á að kaupa 7.250.000 nýja hluta. Nýja hlutafénu verður varið beint til uppbyggingar álversins í Helguvík. „Það var eðlilegt framhald af sambandi okkar við Íslendinga að fá íslenska fjárfesta að félaginu," segir Kruger. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hversu mikil þátttaka var í útboðinu. Við bjuggumst við góðum viðtökum. Þær voru hins vegar mun betri en við þorðum að vonast eftir." Hann segist líta svo á að næsta skref hafi verið tekið í átt að nánara sambandi við Íslendinga. „Fyrst voru það sveitarfélögin, svo íslensk fyrirtæki á borð við bankana, skipafélög og ríkisstofnanir og nú síðast íslensku fjárfestarnir. Við vitum að íslenskir fjárfestar eru snjallir og skynsamir. Þeir hafa greinilega séð málið á eins jákvætt og við gerum." Kruger virðist ekki í nokkrum vafa um að af framkvæmdum í Helguvík verði. „Við erum mjög bjartsýn á að af framkvæmdunum verði. Við höfum tileinkað okkur íslenska viðskiptahætti. Við vinnum okkur áfram á mjög lágstilltan og kerfisbundinn hátt. Við nálgumst málið í áföngum því við vitum að það er best fyrir íslenskt efnahagslíf." Hann segir fyrstu skref framkvæmdanna í Helguvík verða tekin í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Því muni ljúka árið 2010. Eftir það verði næstu skref undirbúin. „Við reynum að haga okkar vinnu í samhljómi við skilyrði íslenskra sveitarfélaga, efnahagslífsins og ríkisstjórnarinnar. Við höfum fengið mjög góðan stuðning. Við höfum til dæmis fengið sveitarfélögin til liðs við okkur við hönnun álveranna frá byrjun. Það voru þau sem tóku ákvörðun um byggingarstað álversins."
Undir smásjánni Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira