Tónlist

Ringo á netinu

Hægt verður að ná í lög með Ringo á netinu frá og með 28. ágúst.
Hægt verður að ná í lög með Ringo á netinu frá og með 28. ágúst.

Fyrrum trommari Bítlanna, Ringo Starr, ætlar að gefa út á netinu lögin sem hann sendi frá sér á vegum plötufyrirtækisins Capitol/EMI á árunum 1970 til 1975.

Frá og með 28. ágúst verður hægt að hlaða niður lögum af plötunum Beacoups of Blues frá árinu 1970, Ringo, sem kom út þremur árum síðar, og safnplötunni Photograph: The Very Best of Ringo Starr. Kemur sú plata einnig út á geisla- og mynddiski á næstunni. Á meðal laga á þeirri plötu eru It Don"t Come Easy og Sentimental Journey. Ný sólóplata frá Ringo, Liverpool 8, er síðan væntanleg í janúar á næsta ári.

Ekki er langt síðan Paul McCartney, fyrrum félagi Ringo í Bítlunum, gaf út sína 21. sólóplötu, Memory Almost Full. Hingað til hafa lög Bítlanna ekki verið fáanleg til niðurhals á netinu. Plötufyrirtækið EMI hefur þó lýst því yfir að slíkt sé í undirbúningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×