Hátíðisdagur þjóðarinnar 17. júní 2007 05:00 Merking þjóðhátíðardagsins í hugarheimi þeirra sem þjóðina mynda er áreiðanlega afar mismunandi á þessum sextugasta og þriðja afmælisdegi lýðveldisins. Að minnsta kosti má leiða líkur að því að merking þjóðhátíðardagsins hjá þeim börnum sem nú vaxa úr grasi sé allnokkuð breytt miðað við kynslóðina sem man rigninguna á Þingvöllum 17. júní 1944. Þeir eru nú orðnir fáir sem voru fullorðnir þennan dag, en fleirum er dagurinn í barnsminni. Aldamótakynslóðinni var þjóðhátíðardagurinn merkingarríkur, þótt mörgum þætti fullveldisdagurinn 1. desember 1918 marka enn meiri tímamót. Saga lýðveldisstofnunarinnar var samofin sögu þessarar kynslóðar. Fyrir þeim sem fæddir eru eftir 1944 er skírskotun dagsins 17. júní óljósari og margir þeirra sem nú vaxa úr grasi hafa ekki hugmynd um fyrir hvað dagurinn stendur. Það sýnir glöggt hið árlega innlegg fjölmiðla þar sem vegfarendur eru spurðir hvers vegna við höldum 17. júní hátíðlegan. Í vitund þess fólks hefur lýðveldið Ísland alltaf verið til, stofnun þess er efni sögubóka og nánast jafnfjarlæg daglegum veruleika og stofnun Alþingis rúmum þúsund árum fyrr. Hátíðahöld á þjóðhátíðardeginum 17. júní hafa verið með áþekku sniði frá upphafi. Vissulega má sjá spor tímans í þróuninni frá áratug til áratugar en grunnstefið er hið sama; leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, stúdentarnir við styttu Jóns á Austurvelli, skemmtanahald stílað á yngstu kynslóðina og foreldra hennar í bænum síðdegis og loks skrall fram eftir kvöldi fyrir unga fólkið. Allt hefur þetta vissulega aukist að umfangi í takt við tíðarandann; eins og haft var eftir verkefnisstjóra dagsins í Reykjavík í viðtali í vikunni er tilhneigingin alltaf sú að gera meira en í fyrra. Ölvun og ólæti að kvöldi þjóðhátíðardags hafa sett mark sitt á daginn. Bjartsýnasta fólk þykist reyndar sjá merki þess að úr hafi dregið allra síðustu ár. 17. júní er þó enn einn þeirra viðburða ársins þar sem sérstaklega er tekið fram ef hátíðahöld dagsins hafi farið fram án stórslysa: „Hátíðahöld fóru vel fram um allt land." Þetta er jafnvel fullyrt í fjölmiðlum þótt allmargir hafi gist fangageymslur, nokkrir hafi verið barðir og jafnvel nauðgun átt sér stað. Þegar áratugir eru liðnir frá stofnun lýðveldisins má alveg velta því upp hvort hægt væri að halda upp á afmæli lýðveldisins, þjóðhátíðardaginn, með einhverjum öðrum hætti og gera hann jafnvel merkingarríkari fyrir bragðið. Sú nýbreytni að spila landsleik í handbolta 17. júní er til dæmis skemmtileg viðbót við daginn því samkennd þjóðar á óvíða betur við en einmitt á íþróttaleikvangi í keppni milli þjóða. Gleðilega hátíð og áfram Ísland! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Merking þjóðhátíðardagsins í hugarheimi þeirra sem þjóðina mynda er áreiðanlega afar mismunandi á þessum sextugasta og þriðja afmælisdegi lýðveldisins. Að minnsta kosti má leiða líkur að því að merking þjóðhátíðardagsins hjá þeim börnum sem nú vaxa úr grasi sé allnokkuð breytt miðað við kynslóðina sem man rigninguna á Þingvöllum 17. júní 1944. Þeir eru nú orðnir fáir sem voru fullorðnir þennan dag, en fleirum er dagurinn í barnsminni. Aldamótakynslóðinni var þjóðhátíðardagurinn merkingarríkur, þótt mörgum þætti fullveldisdagurinn 1. desember 1918 marka enn meiri tímamót. Saga lýðveldisstofnunarinnar var samofin sögu þessarar kynslóðar. Fyrir þeim sem fæddir eru eftir 1944 er skírskotun dagsins 17. júní óljósari og margir þeirra sem nú vaxa úr grasi hafa ekki hugmynd um fyrir hvað dagurinn stendur. Það sýnir glöggt hið árlega innlegg fjölmiðla þar sem vegfarendur eru spurðir hvers vegna við höldum 17. júní hátíðlegan. Í vitund þess fólks hefur lýðveldið Ísland alltaf verið til, stofnun þess er efni sögubóka og nánast jafnfjarlæg daglegum veruleika og stofnun Alþingis rúmum þúsund árum fyrr. Hátíðahöld á þjóðhátíðardeginum 17. júní hafa verið með áþekku sniði frá upphafi. Vissulega má sjá spor tímans í þróuninni frá áratug til áratugar en grunnstefið er hið sama; leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, stúdentarnir við styttu Jóns á Austurvelli, skemmtanahald stílað á yngstu kynslóðina og foreldra hennar í bænum síðdegis og loks skrall fram eftir kvöldi fyrir unga fólkið. Allt hefur þetta vissulega aukist að umfangi í takt við tíðarandann; eins og haft var eftir verkefnisstjóra dagsins í Reykjavík í viðtali í vikunni er tilhneigingin alltaf sú að gera meira en í fyrra. Ölvun og ólæti að kvöldi þjóðhátíðardags hafa sett mark sitt á daginn. Bjartsýnasta fólk þykist reyndar sjá merki þess að úr hafi dregið allra síðustu ár. 17. júní er þó enn einn þeirra viðburða ársins þar sem sérstaklega er tekið fram ef hátíðahöld dagsins hafi farið fram án stórslysa: „Hátíðahöld fóru vel fram um allt land." Þetta er jafnvel fullyrt í fjölmiðlum þótt allmargir hafi gist fangageymslur, nokkrir hafi verið barðir og jafnvel nauðgun átt sér stað. Þegar áratugir eru liðnir frá stofnun lýðveldisins má alveg velta því upp hvort hægt væri að halda upp á afmæli lýðveldisins, þjóðhátíðardaginn, með einhverjum öðrum hætti og gera hann jafnvel merkingarríkari fyrir bragðið. Sú nýbreytni að spila landsleik í handbolta 17. júní er til dæmis skemmtileg viðbót við daginn því samkennd þjóðar á óvíða betur við en einmitt á íþróttaleikvangi í keppni milli þjóða. Gleðilega hátíð og áfram Ísland!
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun