Sköpun í sinni tærustu mynd 17. maí 2007 11:15 Sigur Rós á tónleikum sínum á Klambratúni í fyrra. Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira