Sjötíuogfimmföldun markaðsvirðis á átta árum 16. maí 2007 00:01 Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum. Ævintýralegan vöxt Actavis má rekja til sameiningar Pharmaco og Delta árið 2002. Árið 1999 hafði Pharmaco keypt búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma fyrir 43 milljónir evra, í félagi við Deutsche Bank og Björgólf Thor Björgólfsson. Árið 2000 seldi Björgólfur Pharmaco sinn hluta í skiptum fyrir hluti í Pharmaco. Síðan hefur hann verið stærsti einstaki hluthafi félagsins. Pharmaco sá um innflutning og dreifingu frumlyfja hér á landi. Sú starfsemi sem var seld árið 2002, við sameiningu Delta og Pharmaco. Delta var hins vegar samheitalyfjafyrirtæki og rak framleiðslueiningu og þróunarstarfsemi hér á landi. Félagið hafði þegar fjárfest í markaðsfyrirtækjum í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og þróunar- og framleiðslueiningu á Möltu. Í raun má því segja að gamla Delta sé undirstaða Actavis í dag. Við sameininguna tók Róbert Wessman við forstjórataumi félagsins. Hann hafði verið forstjóri Delta frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur Actavis tekið meira en 25 félög yfir víðs vegar um heim. Stækkun Actavis hefur bæði farið fram með miklum innri og ytri vexti. Félagið hefur ráðist í yfirtökur fyrir 1,9 milljarða evra, sem nemur um 164 milljörðum króna. Árleg tekjuaukning félagsins hefur að meðaltali verið 57 prósent frá því útrásin hófst. Hlutabréf hafa að jafnaði hækkað um fimmtíu prósent á ári hverju. Yfirtökurnar hafa ýmist verið fjármagnaðar með sjóðstreymi undirliggjandi rekstrar, lánsfé og með nýju hlutafé. Frá því árið 1999 hefur eigið fé verið aukið um 546 milljónir evra og 1850 milljónum evra verið safnað með sambankalánum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tímamót í rekstri Actavis. Fram að 2002Pharmaco skráð í Kauphöll Íslands árið 1997. Pharmaco kaupir búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma árið 1999. Kaupverð 43 milljónir evra. Björgólfur Thor Björgólfsson sest í stjórn Pharmaco.Björgólfur Thor Björgólfsson verður stjórnarformaður Pharmaco árið 2000. Amber International, fjárfestingarfélag Björgólfs, orðið stærsti hluthafi félagsins.2002Pharmaco kaupir Delta fyrir 197 milljónir evra. Róbert Wessman verður forstjóri sameinaðs félags.Pharmaco kaupir serbneska samheitalyfjafyrirtækið Zdravlje. Kaupverð 5,5 milljónir evra.Velta ársins 215 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 5.575.2003Pharmaco kaupir meirihluta bréfa í danska félaginu Colotech sem sérhæft er í rannsóknum og þróun. Kaupverð ekki gefið upp.Skrifstofa opnuð í Bandaríkjunum undir stjórn Sigurðar Óla Ólafssonar sem nú er aðstoðarforstjóri Actavis. Söluskrifstofa einnig opnuð í Svíþjóð.Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 183,5 prósent þetta ár og félagið varð það verðmætasta í Kauphöll Íslands. Á árinu fór markaðsvirði félagsins yfir hundrað milljarða króna, fyrst íslenskra félaga.Velta ársins 316 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.835.2004Pharmaco tekur upp nafnið Actavis Group.Kaup á pólska markaðsfyrirtækinu Biovena. Kaupverð ekki gefið upp.Tyrkneska samheitalyfjafélagið Fako yfirtekið. Kaupverð 83 milljónir Bandaríkjadala.Pliva í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Velta ársins 453 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.602.2005Actavis kaupir samheitalyfjahluta alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverð nemur 810 milljónum Bandaríkjadala.Samheitalyfjahluti ungverska félagsins Keri Pharma keyptur. Kaupverð ekki gefið upp.Yfirtaka á búlgarska lyfjadreifingarfyrirtækinu Higia. Kaupverð ekki gefið upp.Fyrsta stóra skrefið tekið inn á Bandaríkjamarkað með kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverð 600 milljónir Bandaríkjadala. Tékkneska lyfjafyrirtækið Pharma Avalanche yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis færir sig inn á Indlandsmarkað með kaupum á indversku þróunareiningunni Lotus Laboratories fyrir 20 milljónir evra.Velta ársins 579 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.153.2006Rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem sérhæft er í þróun og framleiðslu krabbameinslyfja, keypt fyrir 148 milljónir Bandaríkjadala.Actavis kaupir 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir Bandaríkjadala.Verksmiðja sérhæfð í framleiðslu samheitalyfja keypt á Indlandi. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis kaupir bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika sem sérhæft er í þróun og sölu forðalyfja. 235 milljónir Bandaríkjadala með árangursgreiðslum.Velta ársins 1.379 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.874.2007Actavis kaupir lyfjaverksmiðju Sanmar á Indlandi sem sérhæfð er í framleiðslu virkra lyfjaefna. Kaupverð ekki gefið upp.Novator, fjárfestingarfélag stjórnarformannsins Björgólfs Thor Björgólfssonar, leggur fram óbindandi tilboð í allt hlutafé Actavis í A-flokki. Undir smásjánni Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Þegar Pharmaco keypti Balkanpharma árið 1999 var markaðsvirði félagsins um 3,8 milljarðar króna. Síðla árs 2003 fór Actavis yfir hundrað milljarða íslenskra króna, fyrst íslenskra félaga. Nú, tæpum fjórum árum síðar, er markaðsvirði félagsins rúmlega 290 milljarðar íslenskra króna. Það hefur því sjötíuogfimmfaldast á átta árum. Ævintýralegan vöxt Actavis má rekja til sameiningar Pharmaco og Delta árið 2002. Árið 1999 hafði Pharmaco keypt búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma fyrir 43 milljónir evra, í félagi við Deutsche Bank og Björgólf Thor Björgólfsson. Árið 2000 seldi Björgólfur Pharmaco sinn hluta í skiptum fyrir hluti í Pharmaco. Síðan hefur hann verið stærsti einstaki hluthafi félagsins. Pharmaco sá um innflutning og dreifingu frumlyfja hér á landi. Sú starfsemi sem var seld árið 2002, við sameiningu Delta og Pharmaco. Delta var hins vegar samheitalyfjafyrirtæki og rak framleiðslueiningu og þróunarstarfsemi hér á landi. Félagið hafði þegar fjárfest í markaðsfyrirtækjum í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku og þróunar- og framleiðslueiningu á Möltu. Í raun má því segja að gamla Delta sé undirstaða Actavis í dag. Við sameininguna tók Róbert Wessman við forstjórataumi félagsins. Hann hafði verið forstjóri Delta frá árinu 1999. Frá þeim tíma hefur Actavis tekið meira en 25 félög yfir víðs vegar um heim. Stækkun Actavis hefur bæði farið fram með miklum innri og ytri vexti. Félagið hefur ráðist í yfirtökur fyrir 1,9 milljarða evra, sem nemur um 164 milljörðum króna. Árleg tekjuaukning félagsins hefur að meðaltali verið 57 prósent frá því útrásin hófst. Hlutabréf hafa að jafnaði hækkað um fimmtíu prósent á ári hverju. Yfirtökurnar hafa ýmist verið fjármagnaðar með sjóðstreymi undirliggjandi rekstrar, lánsfé og með nýju hlutafé. Frá því árið 1999 hefur eigið fé verið aukið um 546 milljónir evra og 1850 milljónum evra verið safnað með sambankalánum. Hér fyrir neðan má sjá helstu tímamót í rekstri Actavis. Fram að 2002Pharmaco skráð í Kauphöll Íslands árið 1997. Pharmaco kaupir búlgarska samheitalyfjafyrirtækið Balkanpharma árið 1999. Kaupverð 43 milljónir evra. Björgólfur Thor Björgólfsson sest í stjórn Pharmaco.Björgólfur Thor Björgólfsson verður stjórnarformaður Pharmaco árið 2000. Amber International, fjárfestingarfélag Björgólfs, orðið stærsti hluthafi félagsins.2002Pharmaco kaupir Delta fyrir 197 milljónir evra. Róbert Wessman verður forstjóri sameinaðs félags.Pharmaco kaupir serbneska samheitalyfjafyrirtækið Zdravlje. Kaupverð 5,5 milljónir evra.Velta ársins 215 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 5.575.2003Pharmaco kaupir meirihluta bréfa í danska félaginu Colotech sem sérhæft er í rannsóknum og þróun. Kaupverð ekki gefið upp.Skrifstofa opnuð í Bandaríkjunum undir stjórn Sigurðar Óla Ólafssonar sem nú er aðstoðarforstjóri Actavis. Söluskrifstofa einnig opnuð í Svíþjóð.Gengi bréfa í Pharmaco hækkaði um 183,5 prósent þetta ár og félagið varð það verðmætasta í Kauphöll Íslands. Á árinu fór markaðsvirði félagsins yfir hundrað milljarða króna, fyrst íslenskra félaga.Velta ársins 316 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.835.2004Pharmaco tekur upp nafnið Actavis Group.Kaup á pólska markaðsfyrirtækinu Biovena. Kaupverð ekki gefið upp.Tyrkneska samheitalyfjafélagið Fako yfirtekið. Kaupverð 83 milljónir Bandaríkjadala.Pliva í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Velta ársins 453 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 6.602.2005Actavis kaupir samheitalyfjahluta alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Alpharma. Kaupverð nemur 810 milljónum Bandaríkjadala.Samheitalyfjahluti ungverska félagsins Keri Pharma keyptur. Kaupverð ekki gefið upp.Yfirtaka á búlgarska lyfjadreifingarfyrirtækinu Higia. Kaupverð ekki gefið upp.Fyrsta stóra skrefið tekið inn á Bandaríkjamarkað með kaupum á samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverð 600 milljónir Bandaríkjadala. Tékkneska lyfjafyrirtækið Pharma Avalanche yfirtekið. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis færir sig inn á Indlandsmarkað með kaupum á indversku þróunareiningunni Lotus Laboratories fyrir 20 milljónir evra.Velta ársins 579 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.153.2006Rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem sérhæft er í þróun og framleiðslu krabbameinslyfja, keypt fyrir 148 milljónir Bandaríkjadala.Actavis kaupir 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir Bandaríkjadala.Verksmiðja sérhæfð í framleiðslu samheitalyfja keypt á Indlandi. Kaupverð ekki gefið upp.Actavis kaupir bandaríska lyfjafyrirtækið Abrika sem sérhæft er í þróun og sölu forðalyfja. 235 milljónir Bandaríkjadala með árangursgreiðslum.Velta ársins 1.379 milljónir evra.Fjöldi starfsfólks 10.874.2007Actavis kaupir lyfjaverksmiðju Sanmar á Indlandi sem sérhæfð er í framleiðslu virkra lyfjaefna. Kaupverð ekki gefið upp.Novator, fjárfestingarfélag stjórnarformannsins Björgólfs Thor Björgólfssonar, leggur fram óbindandi tilboð í allt hlutafé Actavis í A-flokki.
Undir smásjánni Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent