Listin og vísindin 12. maí 2007 00:01 Verk Ellenar Karin Mæhlum kannar undirliggjandi form og falin munstur með hjálpartækjum og aðferðum vísindamanna. Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Vísindi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Vísindi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira