Metin okkar 5. maí 2007 06:00 Íslendingar hafa alltaf verið metnaðarfull þjóð og við höfum alltaf verið ákaflega stolt af okkar afrekum, litlum sem stórum. Leifur fann Ameríku (og skilaði henni reyndar aftur ónotaðri), Jón Páll var sterkastur, Linda Pé, Hófí og Unnur Bé rúlluðu upp fegurðarsamkeppnunum, handboltalandsliðið varð heimsmeistari - að vísu í B-keppni, en það er sama—og Bridge-landsliðið landaði Bermúdaskálinni með slíkum glans að þjóðin varð gripin bridgeæði um langa hríð á eftir allt niður í grunnskóla og leikskóladeildir. VIÐ höfum alltaf haldið því stolt á lofti ef þjóðin hefur mælst langlífust, ríkust eða hamingjusömust og meira að segja vorum við létt stolt þegar þjóðin mældist lauslátust allra þjóða í alþjóðlegri könnun verjuframleiðanda fyrir nokkrum árum. Um það ræddi landinn með lævísu glotti á vör. Lauslátur, ríkur, langlífur og hamingjusamur skratti, samkvæmt könnunum, með besta vatn, lambakjöt, mjólk, smjör og lýsi í heimi. ÞÁ var hátíð í bæ. Allt að gerast. Því er ekki að neita að þetta gríðarlega þjóðarstolt nýríkrar þjóðar hafði áhrif á uppvaxtarár ungs pilts. Ég drakk í mig þetta hugarfar. Ég man meira að segja eftir mér á gjábakka Almannagjár (elsta þing í heimi) sem táningi og hvernig gæsahúðin hríslaðist niður líkamann þegar ég fann hvernig rödd Íslands, ofan af Skaldbreið og niður eftir hrauninu og upp eftir gjánni, fram hjá Lögbergi, hvíslaði að mér snöggt en undurblítt: "Ísland, drengur minn, er besta land í heimi." Á síðari árum hefur hvarflað að mér að þessi upplifun hafi e.t.v. verið sprottin af hormónabreytingum unglingsáranna. Ég hef örlítið fengið efasemdir um boðskap raddarinnar, þótt enn deili ég vissulega á ákveðinn hátt megin-inntakinu. Á síðari árum hef ég einfaldlega fundið hjá mér djúpa þörf til að setja fyrirvara: Ísland getur, ef rétt er á spilum haldið, verið besta land í heimi. En svoleiðis hvísla auðvitað ekki raddir við bakka Almannagjár. ENDA grunar mig að þær hvísli ekki lengur. Þótt enn sé því haldið á lofti að á Íslandi sé allt best í heimi og margir reyni að tryggja áhrif sín til valda á slíkum málflutningi, í trausti þess að meginþorri þjóðarinnar sé þessarar skoðunar - og líti jafnvel á það sem svik við land og þjóð að vera annarrar skoðunar -að þá verð ég að játa að ég sé ýmis teikn á lofti um það að metin sem Íslendingar hafa sett á undanförnum árum séu ekki til þess fallin að blása þjóðarstolti í brjóst ungmenna eða annarra. LÍTUM á: Ný könnun sýnir að börnin okkar eru mest einmana af öllum börnum á Norðurlöndum, vinnudagurinn er sá lengsti, við útskrifum einna fæst af fólki úr menntaskóla, vextirnir eru þeir langhæstu, verðbólgan líka. Ójöfnur vex. Ísland er dýrast í Evrópu. Og það sem er verst af öllu: Danir eru núna þeir hamingjusömustu. Og þá er fokið í flest skjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Íslendingar hafa alltaf verið metnaðarfull þjóð og við höfum alltaf verið ákaflega stolt af okkar afrekum, litlum sem stórum. Leifur fann Ameríku (og skilaði henni reyndar aftur ónotaðri), Jón Páll var sterkastur, Linda Pé, Hófí og Unnur Bé rúlluðu upp fegurðarsamkeppnunum, handboltalandsliðið varð heimsmeistari - að vísu í B-keppni, en það er sama—og Bridge-landsliðið landaði Bermúdaskálinni með slíkum glans að þjóðin varð gripin bridgeæði um langa hríð á eftir allt niður í grunnskóla og leikskóladeildir. VIÐ höfum alltaf haldið því stolt á lofti ef þjóðin hefur mælst langlífust, ríkust eða hamingjusömust og meira að segja vorum við létt stolt þegar þjóðin mældist lauslátust allra þjóða í alþjóðlegri könnun verjuframleiðanda fyrir nokkrum árum. Um það ræddi landinn með lævísu glotti á vör. Lauslátur, ríkur, langlífur og hamingjusamur skratti, samkvæmt könnunum, með besta vatn, lambakjöt, mjólk, smjör og lýsi í heimi. ÞÁ var hátíð í bæ. Allt að gerast. Því er ekki að neita að þetta gríðarlega þjóðarstolt nýríkrar þjóðar hafði áhrif á uppvaxtarár ungs pilts. Ég drakk í mig þetta hugarfar. Ég man meira að segja eftir mér á gjábakka Almannagjár (elsta þing í heimi) sem táningi og hvernig gæsahúðin hríslaðist niður líkamann þegar ég fann hvernig rödd Íslands, ofan af Skaldbreið og niður eftir hrauninu og upp eftir gjánni, fram hjá Lögbergi, hvíslaði að mér snöggt en undurblítt: "Ísland, drengur minn, er besta land í heimi." Á síðari árum hefur hvarflað að mér að þessi upplifun hafi e.t.v. verið sprottin af hormónabreytingum unglingsáranna. Ég hef örlítið fengið efasemdir um boðskap raddarinnar, þótt enn deili ég vissulega á ákveðinn hátt megin-inntakinu. Á síðari árum hef ég einfaldlega fundið hjá mér djúpa þörf til að setja fyrirvara: Ísland getur, ef rétt er á spilum haldið, verið besta land í heimi. En svoleiðis hvísla auðvitað ekki raddir við bakka Almannagjár. ENDA grunar mig að þær hvísli ekki lengur. Þótt enn sé því haldið á lofti að á Íslandi sé allt best í heimi og margir reyni að tryggja áhrif sín til valda á slíkum málflutningi, í trausti þess að meginþorri þjóðarinnar sé þessarar skoðunar - og líti jafnvel á það sem svik við land og þjóð að vera annarrar skoðunar -að þá verð ég að játa að ég sé ýmis teikn á lofti um það að metin sem Íslendingar hafa sett á undanförnum árum séu ekki til þess fallin að blása þjóðarstolti í brjóst ungmenna eða annarra. LÍTUM á: Ný könnun sýnir að börnin okkar eru mest einmana af öllum börnum á Norðurlöndum, vinnudagurinn er sá lengsti, við útskrifum einna fæst af fólki úr menntaskóla, vextirnir eru þeir langhæstu, verðbólgan líka. Ójöfnur vex. Ísland er dýrast í Evrópu. Og það sem er verst af öllu: Danir eru núna þeir hamingjusömustu. Og þá er fokið í flest skjól.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun