Bál 20. apríl 2007 06:00 Það fór allt í bál og brand á síðasta vetrardag þegar óþyrmilegasta höfuðskepnan gerði sig heimakomna í nokkrum þekktustu brunagildrum Reykjavíkurborgar. Sem betur fer varð ekki mannskaði. Kannski er það vegna þess að ég er ekki uppalinn í Reykjavík að ég ber hryssingslega litlar taugar til húsanna sem urðu eldinum að bráð; kebabhúsið og Pravda skipuðu ekki stóran sess í mínu hjarta. Ég hef alltaf hálfvorkennt sagnfræðingum sem lóðsa fólk um "gömlu Reykjavík" og reyna að útskýra hvað er svona merkilegt við húsin sem hýsa Strawberry Club, Café Victor og Vegas Champaigne [svo] Club. Þessi dagur markaði engu að síður tímamót í mínum huga, straumhvörf, því í fyrsta sinn sá ég holdgervingu hins nýslegna hugtaks athafnastjórnmála. Fyrir framan mig hef ég ljósmynd, líklega glæsilegustu ljósmynd sem ég hef séð af núlifandi, íslenskum stjórnmálamanni. Í gráum reykjarmekki stendur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í rauðum samfestingi og með bláan hjálm, einarður til augnanna horfir hann upp, með svip sem segir: „Hér er eldur. Hann þarf að slökkva." Ég viðurkenni að ég leit á það sem tómt tal þegar Vilhjálmur gekk fram fyrir skjöldu á sínum tíma og lýsti yfir að nú væri tími athafnastjórnmála runninn upp. Þar sem ég horfði á atburðarásina við Lækjartorg í beinni útsendinu og sá Vilhjálm við rústirnar gat ég aftur á móti ekki annað en hálfblygðast mín fyrir að hafa ekki greitt honum mitt atkvæði fyrir ári. Dindlarnir sem ég kaus hefðu ábyggilega bara komið sér vel fyrir á Bernhöftstorfunni, með sín umræðustjórnmál, og rætt málið í þaula undir snarkinu í eldinum. En ekki Vilhjálmur. Hann er ekki maður sem talar "no-nonsense", heldur gerir "no-nonsense". Á meðan enn skíðlogaði í kofunum tók hann af öll tvímæli um að þeir yrðu reistir aftur: "Það er ekki um neitt annað að ræða." Sá Vilhjálmur sem birtist okkur á síðasta vetrardag var stjórnmálaforingi af gamla skólanum, valdmikill og stútfullur af þesslags karlmennsku sem aðeins einkennisbúningur getur fært manni. Ég þurfti að hugsa út fyrir landsteinana til að finna samanburð, til manna á borð við Winston Churchill og Charles deGaulle. Ég sá nýja hlið og krafmikla á borgarstjóranum; mann sem veður eld fyrir borgarana, foringja sem hlúir að þegnum sínum í lófa sér en kremur andstæðingana í járngreip sinni. Embættistákn borgarstjórans í Reykjavík verður héðan í frá ekki hálsmen í mínum huga, heldur hjálmur. Vilhjálmur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Það fór allt í bál og brand á síðasta vetrardag þegar óþyrmilegasta höfuðskepnan gerði sig heimakomna í nokkrum þekktustu brunagildrum Reykjavíkurborgar. Sem betur fer varð ekki mannskaði. Kannski er það vegna þess að ég er ekki uppalinn í Reykjavík að ég ber hryssingslega litlar taugar til húsanna sem urðu eldinum að bráð; kebabhúsið og Pravda skipuðu ekki stóran sess í mínu hjarta. Ég hef alltaf hálfvorkennt sagnfræðingum sem lóðsa fólk um "gömlu Reykjavík" og reyna að útskýra hvað er svona merkilegt við húsin sem hýsa Strawberry Club, Café Victor og Vegas Champaigne [svo] Club. Þessi dagur markaði engu að síður tímamót í mínum huga, straumhvörf, því í fyrsta sinn sá ég holdgervingu hins nýslegna hugtaks athafnastjórnmála. Fyrir framan mig hef ég ljósmynd, líklega glæsilegustu ljósmynd sem ég hef séð af núlifandi, íslenskum stjórnmálamanni. Í gráum reykjarmekki stendur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í rauðum samfestingi og með bláan hjálm, einarður til augnanna horfir hann upp, með svip sem segir: „Hér er eldur. Hann þarf að slökkva." Ég viðurkenni að ég leit á það sem tómt tal þegar Vilhjálmur gekk fram fyrir skjöldu á sínum tíma og lýsti yfir að nú væri tími athafnastjórnmála runninn upp. Þar sem ég horfði á atburðarásina við Lækjartorg í beinni útsendinu og sá Vilhjálm við rústirnar gat ég aftur á móti ekki annað en hálfblygðast mín fyrir að hafa ekki greitt honum mitt atkvæði fyrir ári. Dindlarnir sem ég kaus hefðu ábyggilega bara komið sér vel fyrir á Bernhöftstorfunni, með sín umræðustjórnmál, og rætt málið í þaula undir snarkinu í eldinum. En ekki Vilhjálmur. Hann er ekki maður sem talar "no-nonsense", heldur gerir "no-nonsense". Á meðan enn skíðlogaði í kofunum tók hann af öll tvímæli um að þeir yrðu reistir aftur: "Það er ekki um neitt annað að ræða." Sá Vilhjálmur sem birtist okkur á síðasta vetrardag var stjórnmálaforingi af gamla skólanum, valdmikill og stútfullur af þesslags karlmennsku sem aðeins einkennisbúningur getur fært manni. Ég þurfti að hugsa út fyrir landsteinana til að finna samanburð, til manna á borð við Winston Churchill og Charles deGaulle. Ég sá nýja hlið og krafmikla á borgarstjóranum; mann sem veður eld fyrir borgarana, foringja sem hlúir að þegnum sínum í lófa sér en kremur andstæðingana í járngreip sinni. Embættistákn borgarstjórans í Reykjavík verður héðan í frá ekki hálsmen í mínum huga, heldur hjálmur. Vilhjálmur