GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur 18. apríl 2007 09:00 GTA: Vice City Stories Grand Theft Auto: Vice City Stories er afskaplega klassískur GTA-leikur. Hann er alveg jafn ofbeldisfullur og fyrirrennarar hans, verkefnin eru svipuð og áður og grafíkin hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum. Hann kom út fyrir handleikjatölvuna PSP fyrir nokkru, og er nú kominn á PlayStation 2. Sögusvið leiksins er Vice City borgin, og gerist hann tveimur árum áður en GTA: Vice City, sem kom út fyrir nokkrum árum. Leikmaðurinn spilar sem Vic Vance, bróðir Lance Vance, aðalpersónunnar í GTA: Vice City. Vic hefur gengið í herinn til þess að þéna pening fyrir fjölskyldu sína, og að áeggjan yfirmanns síns fer hann að sinna æ skuggalegri verkefnum og flækist vegna þess í blóðugan og ofbeldisfullan söguþráð. Sagan er ágæt, en persónusköpunin ansi slöpp. Frá byrjun fær maður að heyra að Vic sé góður gaur sem vill ekki brjóta lög, en þrátt fyrir það hreyfir hann ekki við mótmælum þegar hann er beðinn um að skutla vændiskonum hingað og þangað, fela fíkniefni og drepa hóp Mexíkóa vegna fíkniefnaskuldar. Fyrir vikið á maður frekar erfitt með að taka persónuna alvarlega. Hvað spilunina varðar er fátt nýtt á ferðinni, sem er ekkert endilega slæmt. Borgin er stór, frelsið er mikið og það þreytist seint að slátra löggum og saklausum fótgangendum með fjölbreyttu vopnabúri. Hljóðið er áberandi gott og í raun hápunktur leiksins. Raddsetningin er raunveruleg og tónlistin er skemmtilegur þverskurður af rokk-, popp-, dans- og hiphop-tónlist níunda áratugarins. Þeir sem hafa spilað alla hina GTA-leikina og þyrstir í meira munu eflaust hafa nokkuð gaman af þessum leik. Sagan er ágæt og leikurinn spilast eins og klassískur Grand Theft Auto-leikur. Ekki spillir fyrir að hann kostar aðeins þrjú þúsund kall úti í búð. Aðrir ættu sennilega að sleppa honum og spila frekar GTA: San Andreas. Eða bara ekki spila svona ofbeldisfulla tölvuleiki.Salvar Þór Sigurðarson Leikjavísir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Grand Theft Auto: Vice City Stories er afskaplega klassískur GTA-leikur. Hann er alveg jafn ofbeldisfullur og fyrirrennarar hans, verkefnin eru svipuð og áður og grafíkin hefur ekki tekið neinum stakkaskiptum. Hann kom út fyrir handleikjatölvuna PSP fyrir nokkru, og er nú kominn á PlayStation 2. Sögusvið leiksins er Vice City borgin, og gerist hann tveimur árum áður en GTA: Vice City, sem kom út fyrir nokkrum árum. Leikmaðurinn spilar sem Vic Vance, bróðir Lance Vance, aðalpersónunnar í GTA: Vice City. Vic hefur gengið í herinn til þess að þéna pening fyrir fjölskyldu sína, og að áeggjan yfirmanns síns fer hann að sinna æ skuggalegri verkefnum og flækist vegna þess í blóðugan og ofbeldisfullan söguþráð. Sagan er ágæt, en persónusköpunin ansi slöpp. Frá byrjun fær maður að heyra að Vic sé góður gaur sem vill ekki brjóta lög, en þrátt fyrir það hreyfir hann ekki við mótmælum þegar hann er beðinn um að skutla vændiskonum hingað og þangað, fela fíkniefni og drepa hóp Mexíkóa vegna fíkniefnaskuldar. Fyrir vikið á maður frekar erfitt með að taka persónuna alvarlega. Hvað spilunina varðar er fátt nýtt á ferðinni, sem er ekkert endilega slæmt. Borgin er stór, frelsið er mikið og það þreytist seint að slátra löggum og saklausum fótgangendum með fjölbreyttu vopnabúri. Hljóðið er áberandi gott og í raun hápunktur leiksins. Raddsetningin er raunveruleg og tónlistin er skemmtilegur þverskurður af rokk-, popp-, dans- og hiphop-tónlist níunda áratugarins. Þeir sem hafa spilað alla hina GTA-leikina og þyrstir í meira munu eflaust hafa nokkuð gaman af þessum leik. Sagan er ágæt og leikurinn spilast eins og klassískur Grand Theft Auto-leikur. Ekki spillir fyrir að hann kostar aðeins þrjú þúsund kall úti í búð. Aðrir ættu sennilega að sleppa honum og spila frekar GTA: San Andreas. Eða bara ekki spila svona ofbeldisfulla tölvuleiki.Salvar Þór Sigurðarson
Leikjavísir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira