Viðskiptatröllið Wal-Mart 5. apríl 2007 06:00 Verzlunarkeðjan Wal-Mart er tröll að vexti og teygir anga sína út um öll Bandaríkin, Mexíkó, Kína og mörg önnur pláss. Þegar Wal-Mart kemur í bæinn, þarf kaupmaðurinn á horninu iðulega að pakka saman, því að gömlu viðskiptavinir hans snúa þá við honum bakinu. Wal-Mart býður í krafti stærðar sinnar, máttar og megins meira vöruval við lægra verði en litlar búðir geta gert, og margir viðskiptavinir keðjunnar taka það fram yfir vinsamlegt viðmót. Þeir, sem verða undir í samkeppninni við risann, bera Wal-Mart stundum ekki vel söguna. Þeir saka fyrirtækið um óbilgirni í samningum við birgja og starfsfólk. Wal-Mart er nú næststærsta fyrirtæki heims á eftir olíurisanum Exxon Mobil, það rakar saman fé og færir sífellt út kvíarnar og hefur til dæmis sótt um leyfi til að hefja bankarekstur í Bandaríkjunum. Meðallaun starfsfólks í fullu starfi hjá Wal-Mart vestra eru rösklega 100 þúsund krónur á mánuði, en forstjóra fyrirtækisins voru til viðmiðunar greiddar röskar 100 milljónir króna á mánuði 2004. Það gerir þúsundfaldan launamun á forstjóranum og meðalmanninum. Innan við helmingur starfsmanna í Bandaríkjunum hefur heilbrigðistryggingu. Wal-Mart helzt ekki vel á starfsfólki: fjórir starfsmenn af hverjum tíu hætta á hverju ári. En viðskiptavinirnir njóta góðs af rekstrinum, því að lágt vöruverð eykur kaupmátt heimilanna og örvar atvinnu og aðra grósku í efnahagslífinu. Einn lykillinn að velgengni Wal-Marts í upphafi lá í sölu á ýmsum meðfærilegum varningi, til dæmis leikföngum, við lágu verði. Þetta hefur tekizt með því að tálga allan hugsanlegan umframkostnað af rekstrinum, inn að beini. Verzlanir Wal-Marts líktust lengi vel vöruskemmum frekar en venjulegum búðum, og annað var eftir því. Þessi aðferð gefst vel við sölu á ýmsum óbrotgjörnum varningi, einnig til dæmis í vefsölu, og hefur komið sér vel fyrir neytendur. Sama aðferð á síður við ýmsa aðra starfsemi, og þess vegna getur verið ástæða til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fyrirtækjum, þegar þau byrja að færa út kvíarnar. Af þessu stafar varhugur margra Bandaríkjamanna við fyrirhuguðum bankarekstri Wal-Marts, en bandarísk yfirvöld hafa hingað til synjað Wal-Mart tilskilinna leyfa til slíks. Hugsunin er þessi: menn, sem leggja höfuðáherzlu á að tálga allan hugsanlegan umframkostnað af rekstri sínum, geta reynzt brothættir í bankarekstri, því að bankar hafa betri aðstöðu en flest önnur fyrirtæki til að velta tapi sínu yfir á saklausa vegfarendur. Þess vegna eru í mörgum löndum reistar lagaskorður við því, hverjir mega eiga og reka banka, einnig hér heima. Bankaeftirlit nægir ekki eitt sér, heldur þarf einnig að byrgja brunninn. Íslenzk bankalög (nr. 161 frá 2002) kveða til dæmis á um það, að lagt sé „mat á hvort umsækjandi sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Við mat á hæfi umsækjenda skal m.a. höfð hliðsjón af ...refsingum sem umsækjandi hefur verið dæmdur til að sæta og hvort hann sæti opinberri rannsókn." Lögin segja ennfremur: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis ... mega ekki á síðustu fimm árum (!) hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota eða í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað ..." og „...skulu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt." Það er engin þörf fyrir sambærileg lagaákvæði um eignarhald og rekstur til dæmis smásölubúða og frystihúsa, því að starfsemi þeirra er annars eðlis en bankarekstur og býður færri hættum heim. Fyrirstaðan gegn þreifingum Wal-Marts á bandarískum bankamarkaði leiðir hugann að því, hvort viðskiptahugmyndir keðjunnar eigi að öllu leyti vel við í öðrum rekstri, sem sérstakar öryggiskröfur eru gerðar til, svo sem í flugrekstri. Er það hyggilegt að tálga allan hugsanlegan umframkostnað af rekstri flugfélags í hagræðingarskyni? Eru svo gallhörð hagræðingarsjónarmið einhlít í rekstri, þar sem öryggi viðskiptavinanna þarf að vera í fyrirrúmi? Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við bankalögin hér heima og í öðrum löndum. Það er með líku lagi umhugsunarefni nú, þegar ríkisflugfélögum fer fækkandi um heiminn og lággjaldafélög í einkaeigu ryðja sér æ frekar til rúms, hvort sams konar öryggisákvæði ættu heima í lögum um eignarhald og rekstur flugfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Verzlunarkeðjan Wal-Mart er tröll að vexti og teygir anga sína út um öll Bandaríkin, Mexíkó, Kína og mörg önnur pláss. Þegar Wal-Mart kemur í bæinn, þarf kaupmaðurinn á horninu iðulega að pakka saman, því að gömlu viðskiptavinir hans snúa þá við honum bakinu. Wal-Mart býður í krafti stærðar sinnar, máttar og megins meira vöruval við lægra verði en litlar búðir geta gert, og margir viðskiptavinir keðjunnar taka það fram yfir vinsamlegt viðmót. Þeir, sem verða undir í samkeppninni við risann, bera Wal-Mart stundum ekki vel söguna. Þeir saka fyrirtækið um óbilgirni í samningum við birgja og starfsfólk. Wal-Mart er nú næststærsta fyrirtæki heims á eftir olíurisanum Exxon Mobil, það rakar saman fé og færir sífellt út kvíarnar og hefur til dæmis sótt um leyfi til að hefja bankarekstur í Bandaríkjunum. Meðallaun starfsfólks í fullu starfi hjá Wal-Mart vestra eru rösklega 100 þúsund krónur á mánuði, en forstjóra fyrirtækisins voru til viðmiðunar greiddar röskar 100 milljónir króna á mánuði 2004. Það gerir þúsundfaldan launamun á forstjóranum og meðalmanninum. Innan við helmingur starfsmanna í Bandaríkjunum hefur heilbrigðistryggingu. Wal-Mart helzt ekki vel á starfsfólki: fjórir starfsmenn af hverjum tíu hætta á hverju ári. En viðskiptavinirnir njóta góðs af rekstrinum, því að lágt vöruverð eykur kaupmátt heimilanna og örvar atvinnu og aðra grósku í efnahagslífinu. Einn lykillinn að velgengni Wal-Marts í upphafi lá í sölu á ýmsum meðfærilegum varningi, til dæmis leikföngum, við lágu verði. Þetta hefur tekizt með því að tálga allan hugsanlegan umframkostnað af rekstrinum, inn að beini. Verzlanir Wal-Marts líktust lengi vel vöruskemmum frekar en venjulegum búðum, og annað var eftir því. Þessi aðferð gefst vel við sölu á ýmsum óbrotgjörnum varningi, einnig til dæmis í vefsölu, og hefur komið sér vel fyrir neytendur. Sama aðferð á síður við ýmsa aðra starfsemi, og þess vegna getur verið ástæða til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fyrirtækjum, þegar þau byrja að færa út kvíarnar. Af þessu stafar varhugur margra Bandaríkjamanna við fyrirhuguðum bankarekstri Wal-Marts, en bandarísk yfirvöld hafa hingað til synjað Wal-Mart tilskilinna leyfa til slíks. Hugsunin er þessi: menn, sem leggja höfuðáherzlu á að tálga allan hugsanlegan umframkostnað af rekstri sínum, geta reynzt brothættir í bankarekstri, því að bankar hafa betri aðstöðu en flest önnur fyrirtæki til að velta tapi sínu yfir á saklausa vegfarendur. Þess vegna eru í mörgum löndum reistar lagaskorður við því, hverjir mega eiga og reka banka, einnig hér heima. Bankaeftirlit nægir ekki eitt sér, heldur þarf einnig að byrgja brunninn. Íslenzk bankalög (nr. 161 frá 2002) kveða til dæmis á um það, að lagt sé „mat á hvort umsækjandi sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Við mat á hæfi umsækjenda skal m.a. höfð hliðsjón af ...refsingum sem umsækjandi hefur verið dæmdur til að sæta og hvort hann sæti opinberri rannsókn." Lögin segja ennfremur: „Stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækis ... mega ekki á síðustu fimm árum (!) hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota eða í tengslum við atvinnurekstur hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað ..." og „...skulu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stöðu sinni á tilhlýðilegan hátt." Það er engin þörf fyrir sambærileg lagaákvæði um eignarhald og rekstur til dæmis smásölubúða og frystihúsa, því að starfsemi þeirra er annars eðlis en bankarekstur og býður færri hættum heim. Fyrirstaðan gegn þreifingum Wal-Marts á bandarískum bankamarkaði leiðir hugann að því, hvort viðskiptahugmyndir keðjunnar eigi að öllu leyti vel við í öðrum rekstri, sem sérstakar öryggiskröfur eru gerðar til, svo sem í flugrekstri. Er það hyggilegt að tálga allan hugsanlegan umframkostnað af rekstri flugfélags í hagræðingarskyni? Eru svo gallhörð hagræðingarsjónarmið einhlít í rekstri, þar sem öryggi viðskiptavinanna þarf að vera í fyrirrúmi? Þetta er öðrum þræði hugsunin á bak við bankalögin hér heima og í öðrum löndum. Það er með líku lagi umhugsunarefni nú, þegar ríkisflugfélögum fer fækkandi um heiminn og lággjaldafélög í einkaeigu ryðja sér æ frekar til rúms, hvort sams konar öryggisákvæði ættu heima í lögum um eignarhald og rekstur flugfélaga.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun